þriðjudagur, 2. ágúst 2011

Dýrt að hlaða slökkvitæki

Er með slökkvitæki frá Öryggi, léttvatn 2 lítrar. Vantaði áfyllingu og spurði hvað það kostaði. Kom í ljós að það kostar 6.096 kr. að hlaða tækið. Mér blöskraði þetta okur því 8 lítra nýtt tæki kostar tæp 9 þúsund krónur.
Þ.E.

2 ummæli:

  1. Þeir sem eiga breytta jeppa þurfa að láta yfirfara slökkvitækin árlega til að fá skoðun á bílinn og borga áhveðið gjald fyrir það.
    Ég hef horft á þegar tæki er yfirfarið og það er aðgerð sem tekur frá 20 sec upp í heilar 5 mínútur þegar það er gert eftir kúnstarinnar reglum.
    Mér blöskraði verðið á þessu hringdi víða og athugaði verð á því að yfirfara og svo eins nýju 2 lítra tæki. Þar sem ódýrast var að yfirfara sem var rétt undir 5000 krónum þar kostaði splunku nýtt tæki 20kr meira en að yfirfara gamalt.
    Svo er það nú annað mál að það þarf enginn að segja mér að slökkvitæki sé ónýtt eftir eitt ár og þurfi að yfirfara það árlega fyrir bifreiðaskoðun til að geta keyrt bíl. Og eins þá þarf enginn að segja mér að það kvikni frekar í bílum sem eru með stór dekk undir sér en bílum með lítil dekk.

    SvaraEyða
  2. Mundi ath hjá Eldvörn Akranesi. Kostar minna en 3000 þar.

    SvaraEyða