miðvikudagur, 8. september 2010

Þjónusta bílafyrirtækja - B & L

Mig langar að deila með einni sögu af bílaviðgerð.
Fyrirtæki okkar á gamlan Renault Kangoo, sem fékk grænan miða hjá bifreiðaskoðun í fyrra þar sem eitthvað þurfti að laga bremsur, jafnvægisslár og öxulhosur. Við fórum með hann til B&L / Ingvars Helgasonar og báðum um viðgerðaráætlun skv. þessum athugasemdalista. Okkur var tjáð að kostnaður væri um 300.000 kr að gera við gripinn. Það varð til þess að við lögðum honum og hugðumst henda honum þar sem við mátum verðmæti hans minna en viðgerðarkostnaðinn.
Það var svo á dögunum að ég þurfti að láta gera við gamlan Hyunday Atos, sem dóttir mín ekur. Ég var brenndur af reynslu minni af B&L svo ég fór á bílaverkstæði í hverfinu mínu, Bílaverkstæði Sigurbjörns Árnasonar, Flugumýri 2 í Mosfellsbæ. Þar fékk ég skjóta og góða þjónustu fyrri sanngjarnt verð, að ekki sé talað um fyrirmyndarumhverfi, sem það fyrirtæki hefur skapað, enda verðlaunað af Mosfellsbæ fyrir umgengni á lóð. Ég ákvað því að dusta rykið af Kangoonum okkar og biðja Sigurbjörn að gefa mér viðgerðaráætlun. Hann tjáði mér að hann ætti að geta gert við bílinn fyrir innan við 65 þúsund. Reikningurinn hljóðaði síðan uppá 61 þúsund krónur, eða um 1/5 af þeirri upphæð, sem B&L áætlaði.
Nú er ég ánægður Kangooeigandi en mitt helsta vandamál er þó það að ég þarf að keyra framhjá B&L daglega tvisvar á dag. Að öðru leyti tel ég rétt að svo stöddu að forðast það fyrirtæki, allavega ef maður ætlar að láta gera við bílinn sinn.
Ég læt afrit af tölvupósti þessum berast framkvæmdastjóra B&L til upplýsinga.
Mér fannst rétt að segja þessa sögu, þó aðallega til þess að hrósa Sigurbirni fyrir sanngjarna og góða þjónustu og fyrirmyndarumhverfi bílaverkstæðis.
Kær kveðja,
Jón Pálsson

6 ummæli:

  1. Óskandi væri að lesendur póstuðu fleiri ábendingum um litlu verkstæðin sem stunda svona hófsama verðlagningu.

    Maður fær stundum sáran og þrálátan verk í veskið þegar minnst er á þau stóru og umboðsverkstæðin.

    SvaraEyða
  2. Sæll Jón og takk fyrir póstinn.

    Reyndar kemur ekki fram að ég held, hvort einhver verðmunur sé á þeim varahlutum sem í bílinn fóru og þeim varahlutum sem B&L ætlaði að setja í bílinn, en það hefði hvort eð er aldrei útskýrt nærri 500% verðmun á milli fyrirtækja fyrir sömu vinnu.

    Ég legg til að þú sendir þennan póst á fjölmiðla og látir þá krefja B&L um svör, því það þarf að veita þessum umboðum aðhald og spark í rassinn af og til.
    Ef þessi póstur rataði til fjölmiðla yrði skömm þeirra töluverð og líkur á að verð myndu breytast neytendum í hag, og ekki veitir af á þessum síðustu og verstu.

    Kv. Hafsteinn

    SvaraEyða
  3. Nú hef ég fengið svar frá forstjóra B&L þar sem hann gerir skilmerkilega grein fyrir því hvað var innifalið í fimmföldu tilboði B&L borið saman við tilboð litla verkstæðisins. Þar kemur fram að verð B&L voru "aðeins 50% hærri" en síðan bætti B&L við ýmsum verkefnum, sem ekki voru umbeðin og heldur ekki þörf á, þannig að lokaniðurstðaan var fimmfalt dýrari mviðgerð, sem innihélt þrefalt fleiri verkþætti, en um var beðið. Eiginlega finnst mér hann bíta hausinn af skömminni með þessu. Dr. Gunni fékk afrit af samanburði forstjórans og er mér að meinalausu að hann birti svarpóst hans hér eða á öðrum bloggsíðum sínum.

    Kveðja og takk fyrir að halda úti þessum vef, dr. Gunni, þarft framtak.

    Jón Pálsson

    SvaraEyða
  4. Ég er með Renault líka og vantaði bremsuklossa. ´Hjá Ingvari Helgasyni kr. 14.000 en í Poulsen í Skeifunni kr. 6.700.
    Það þarf virkilega að vara fólk við B OG L.

    SvaraEyða
  5. Ég fór oftast með mína bíla til bílaverkstæði sigurbjörns áður en ég fékk aðstöðu til að gera við þá sjálfur og þekki nokkrar manneskjur sem oft áttu viðskipti við þá og verð ég að segja að þetta er með betri bílaverkstæðum sem ég hef kynnst, góð þjónusta, fljót vinnubrögð og sanngjarnir í verði.

    Verkstæði sem maður veit að tekur mann ekki í rassgatið eftir á með einhverju kjaftæði um að allt hafi verið ryðgað fast eða einhverri álíka lélegri afsökun og þess vegna hækkaði reikningurinn þrefalt...

    Ég mæli eindregið með öllum þeim sem búa í mosfellsbæ og nærliggjandi bæjum/sveitum að eiga viðskipti við þá. Það er bara alltof mikið af því í dag að verkstæði eru alls ekki heiðarleg og erfitt að finna staði sem virkilega er hægt að treysta á að bombi mann ekki ósmurt í bossann og umboðin tróna að sjálfsögðu toppinn í að skræla af manni hverju einustu krónu

    SvaraEyða