föstudagur, 3. febrúar 2012

Vegna reikninga frá TAL fyrir óveitta þjónustu

Í talsverðan tíma hefur undirritaður átt í greiðsluvanda og það hefur gengið svo langt að ég gat ekki greitt símreikningana mína á tilsettum tíma. Nú hef ég komist að því afhverju ógreidd skuld mín við símfyrirtækið TAL hefur haldið áfram að vaxa óeðlilega þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir alla þjónustu nema innhringinar í heimasímann (þ.e., lokað hefur verið fyrir farsímann og nettenginguna, og úthringingar úr heimasímanum):

Mér hafa verið skuldfærðar að jafnaði um 8 þúsund kr. pr. mánuð fyrir þjónustu sem kostar skvt. verðskrá allra símfyrirtækja á landinu milli 12- og 15 hundruð krónur á mánuði, - þ. e. grunnþjónustugjald fyrir heimasíma án úthringinga.

Auðvitað get ég sjálfum mér um kennt að greiða reikningana ekki á tilsettum tíma, og það hefur sosum gerst áður, það get ég vel viðurkennt.

En ég er ekki vissum að það sé eðlilegt eða sjálfsagt að hægt sé að rukka mig um 8.000. - kr. að jafnaði á mánuði fyrir þá þjónustu eina að hægt sé að hringja í mig í heimasímann minn. Þessa reikninga get ég, samvisku minnar vegna, ekki greitt, vil ekki borga og mun aldrei borga.

En annað er enn alvarlegra: Svar þjónustustúlkunnar í litla básnum í Kringlunni í gær:

, - Þetta er svona hjá öllum símafyrirtækjunum.'

Ég hef ákveðið að kanna hvort það er rétt - og ef svo er, hlýtur að vera um verðsamráð að ræða. Fyrir það hafa fyrirtæki verið dæmd í háar sektir (sbr. olíuverðs- og grænmetisverðssamráð).

Ef það reynist rétt að öll símfyrirtæki landsins rukki fólk fyrir óveitta þjónustu, mun ég kæra það til Samkeppniseftirlitsins.

Halldór Carlsson
Undirritaður er atvinnulaus fjölmiðla- og sagnfræðingur og nemi við Háskóla Íslands.
Lifir á um 160 þúsund krónum á mánuði.

12 ummæli:

  1. Björgvin G Sigurðsson setti lög til að tryggja stuðning neytenda við lögfræði og innheimtufyrirtæki og skv. þeim eiga innheimtufyrirtæki nú guðlegan rétt á að fá frá 900 kr og upp í 2.500 fyrir tölvubréf auk dráttarvaxta. Þannig má hringja í þig einu sinni og senda þér 4 bréf og fyrir það verðurðu að styrkja fyrirtækin um tæpar 13. þúsund kr. vegna skuldar upp á t.d. 500 kr. Þannig er algengt að gera út á þessi styrktarlög og algengt að fyrirtækið sem þú skiptir við skipti ágóðanum með innheimtufyrirtækinu. Þetta er lögbundið racket og setti réttindi skuldara aftur á steinöld.

    SvaraEyða
  2. Ég varð veikur um daginn og reikningur frá Símanum með gjaldaga 20. des og eindaga 2.jan náðist ekki að greiða fyrr en 5.jan og þá var strax búið að klína 590kr í innheimtuviðvörun. Það var alveg sama þótt ég segði þeim hvað gerst hafði og að ég sé skilvís viðskiptavinur þeirra síðan júní 2008. Skætinslega sögðu þeir mér að þeir væru í fullum rétti. Neytendasamtökin að vísu jánkuðu því að eitthvað þyrfti að gera í þessum málum.

    Mér finnst þetta vera rakinn dónaskapur og út í hött að það megi ekki líða 2-3 dagar frá eindaga þar til þeir byrja að klína aukakostnaði á reikninginn. Dráttavexti skil ég en þetta er bara dónaskapur.

    SvaraEyða
    Svör
    1. "Mér finnst þetta vera rakinn dónaskapur og út í hött að það megi ekki líða 2-3 dagar frá eindaga þar til þeir byrja að klína aukakostnaði á reikninginn."

      Kannski þú hættir að miða við eindaga til að borga reikninga og byrjir að horfa á gjalddaga í staðinn? Þá ættir þú að vera í góðum málum; gjalddagi er sá dagur sem þú ÁTT að borga reikningana og eindagi er allra síðasti séns.

      Eyða
    2. Helena, þetta virkar þannig í praxis að flest, ef ekki öll, fyrirtæki landsins miða við eindaga og greiða enga reikninga fyrr en þá og það getur þar af leiðandi ekki verið neii skrítið að almenningur geri slíkt hið sama.

      Eyða
  3. ýmislegt fleira undarlegt við reikningana, ss. ,,tryggingargjald" (kr 490) - ???

    og ..

    ,,útskriftargjald" (kr 139) - ha??

    fyrir að skrifa út reikning?

    SvaraEyða
  4. Hvað er þetta tryggingargjald ?

    SvaraEyða
  5. ætli TAL sé að tryggja sig gegn viðskiptavinum -
    og láta þá borga fyrir það??

    SvaraEyða
  6. Ég veit nú að Nova rukkar ekkert gjald fyrir númer sem eru lokuð vegna ógreiddra reikninga. Annars mjög hallærisleg svör hjá þessari afgreiðslustúlku, aldrei mundi ég láta út úr mér annað eins um samkeppnisaðila í minni starfsgrein.

    SvaraEyða
  7. Tryggingagjald er gjald fyrir beini(router) sem þú leigir af símafyrirtækjunum.
    Útskriftargjald er kostnaður við að fá kröfuna í heimabankann.

    SvaraEyða
  8. Benda fólki á að kæra svona til fjarskiptaeftirlitsins.

    Fjarskiptaeftirlitið sér um málefni símafyrirtækjanna.

    Ég sendi mitt mál til þeirra og Vodafone skalf strax og lagði strax niður alla svindl reikningana.

    SvaraEyða
  9. Sæll ef þú hefur áhuga þá get ég sent þér samskipti mín við Tal í gegnum tíðina, Ég mun allavega aldrei láta plata mig í að breyta um þjónustuaðila fyrir einhverja 100kalla á mánuði. Ég greiddi að sjálfsögðu ekki ofrukkanir og annað bull frá þeim. eftir smá hótanir um okursíðuklag þá hringdi forstjórinn í mig í eitt skiptið og baðst afsökunar og í hitt skiptið einhver toppmanneskja og baðst sömuleiðis afsökunar. getur sent mér póst á feiti@internet.is ef þú vilt afrit og séð hvernig maður tæklar svona Fífla þjónustu. samskipti mín við fyrirtækið ætti að vera kend í séráfanga PR-skólans hvernig þú átt ekki að tækla viðskiptavin sem er erfiður vegna þess að hann HEFUR RÉTT fyrir sér.

    SvaraEyða
  10. Símafyrirtækið TAL ,
    eða S-TAL eins og það er kallað á þessu heimili viðurkenndi strax að einn af mörgum reikningum sem ég taldi væra tilhæfulausann væri það og buðust til að draga hann til baka en datt samt ekki til hugar að biðjast afsökunar. Þetta hljómaði eins og þeir væru að gera mér eitthvað stórgott tilboð að gera það.

    SvaraEyða