Enn er athyglisvert að skoða verð á bifreiðaskoðun. Þetta er þjónustu sem er sambærileg alls staðar, þ.e. það er ekki "betri" skoðun á einum stað en öðrum.
Verð á venjulegum bíl (undir 3500 kg):
Aðalskoðun: 9.460 kr - var 8.680 kr í fyrra
Frumherji: 8.900 kr - var 8.400 kr í fyrra
Tékkland: 7.945 kr - var 7.495 kr í fyrra
Tékkland kom nýlega inn á markaðinn og er með þrjár stöðvar, Reykjavíkurvegi 54, Hafnarfirði; í Holtagörðum og að Borgartúni 24.
Ég veit ekki með ykkur, en ég vel það ódýrasta, enda sparnaður upp á 955 og 1515 kall.
Tékkland er líka eina fyrirtækið sem birtir verð strax á upphafssíðu heimasíðunnar sinnar. Hjá hinum þarf maður að leita sérstaklega eftir verðinu.
Dr. Gunni
Ég fer með bílinn minn í þjónustuskoðun í Toppi sem er beint á móti Aðalskoðun tveimur götum fyrir neðan Byko Breidd.
SvaraEyðaÓdýrasta skoðunin skiptir mig ekki máli því þarna spara ég tíma og fyrirhöfn og þarf ekki að keyra sérferð í Þjónustuskoðunina og slepp alveg við allt vesen. Fyrir utan hvað ég fæ frábæra og persónulega þjónustu í Toppi.
Nafnlaus 1. Um hvað ert þú að tala? Þjónustuskoðun er ekki sama og reglubundin árleg skoðun. Svo má bæta við að sjálfur fæ ég 20% afslátt hjá Aðalskoðun verandi starfsmaður hjá bílaumboði og þjónustuan hjá þeim er nokkuð fín og markviss en ekki eins óþarflega stíf eins og hjá Frumherja enda er ég hættur að eiga viðskifti við þá. Tékkland hef ég ekki ennþá skoðað og mun sennilega ekki gera.
SvaraEyðaSorrý gleymdi að taka fram að þeir fara með bílinn fyrir mig í árlegu skoðunina um leið og þjónustuskoðunin er framkvæmd
SvaraEyðaFélagi minn komst athugasemdalaust í gegnum skoðun hjá tékklandi með óvirkar rúðuþurrkur. Þannig það er kannski munur á verði en það er líka munur á þjónustu.
SvaraEyðaÞað getur samt eiginlega ekki verið að maðurinn hafi ekki vitað að rúðuþurrkurnar virkuðu ekki og hann á að vita það sjálfur að það er ekki heimilt að aka í lélegri færð, rigningu eða snjókomu án virkandi rúðuþukkra
SvaraEyða