miðvikudagur, 1. febrúar 2012

Roðlaust og beinlaust í Bónus

Núna undanfarna daga hefur Bónus skiltað með verðið 1.098.- kr. kg. af roðlausum og beinlausum ýsuflökum frá Fiskbúðinni okkar.
Verð sem tekið er á kassa er hins vegar kr. 1.259,- sem gerir mismun upp á kr. 161.- pr. kg.
Ef gefum okkur að allar Bónusbúðir selji aðeins 25 tonn af ýsuflökum á viku, þýðir þessi mismunur á milli þess verðs sem okkur er sagt að varan kosti og þess sem Bónus tekur kr. 209.300.000,-. Bara þessi eina litla vörutegund ! Yfir tvö hundruð milljónir!
Verum vakandi!!!
Óli Sig

5 ummæli:

  1. Uuuuhhh, Óli Sig, þú verður nú að endurreikna þetta eitthvað.
    161 kr * 1000 = 161,000
    161,000 * 25 = 4,025,00 KR
    Samt alveg ágætt :)

    SvaraEyða
  2. Uuuuhh þú meinar 4.025.000 Kr. Ef þú margfaldar samt þessa upphæð með 52 (þ.e. vikur ársins) þá er útkoman 209.300.000 Kr. Hér er Óli því augljóslega að reikna með einu ári en ekki einni viku.

    SvaraEyða
  3. "Aðeins 25 tonn" af þessum ýsuflökum á viku er kannski svolítið ofáætlað hjá þér. En góð ábending engu að síður.

    SvaraEyða
  4. http://www.matis.is/media/matis/utgafa/41-11Fiskneysla-2011.pdf

    Frekar langt frá, og frekar heimskuleg áætlun...

    SvaraEyða
  5. magnað hvað menn sjá alltaf samsæri út úr öllu sem bónus gerir.

    var að vinna þarna í meira en 10ár(hættur núna) og get sagt ýmislegt slæmt um fyrirtækið, en þetta er ekki eitt af því, mjög rík áhersla er lögð á réttar verðmerkingar.
    ég er því nokkuð viss um að þetta sé bundið við eina búð,þó er hugsanlegt að fyrir mistök,mannleg eða tæknileg, að þetta eigi við í fleiri búðum.
    og þar sem ekki má lengur forverðmerkja vörur,þá get ég ímyndað mér að svona mál séu algengari en áður þar sem erfiðara er að átta sig á mismun á verði á verðskilti,vöru(sem er ekki lengur verðmerkt) og svo á kassa/í tölvu.

    SvaraEyða