Mig langar rosalega að heyra meiri umræðu um æfingargjöld barna. Mjög mikið er í boði af íþróttum fyrir börn og rosalega mismunandi hvað kostar. Ég ætla ekki að fara út í einstök félög og hvað kostar en það sem ég vil fá í umræðuna er hvað er boðið upp á fyrir peninginn, hvaða kröfur er hægt að gera þegar maður er búinn að borga fyrir ákveðna „þjónustu“ og hvaða rétt hefur maður ef maður vill ekki nýta „þjónustuna“ lengur.
Dóttir mín hefur prófað nokkrar íþróttagreinar sem kosta mis mikið og mjög mismikið sem maður er að fá fyrir peninginn. Hér eru nokkru atriði sem mér finnst skipta máli:
1) Að æfingarnar séu í boði (þe. Ekki felldar niður) og að þær séu á þeim tíma sem ákveðið var þegar maður greiðir.
2) Að þjálfarinn sé hæfur í starfi og jafnvel eftir því sem maður borgar meira gerir maður þær kröfur að þjálfarinn sé faglærður og vanur að vinna með börn.
3) Að hópurinn sem barnið er í á æfingu sé passlega stór (þe. að mínu viti ekki meir en 15 börn per þjálfara).
4) Að það sé tekið fram hvaða búnaður til íþróttaiðkunar sé innifalið í gjaldinu (sjaldan er um slíkt að ræða), að það sé tekið fram ca. hvaða önnur útgjöld maður getur átt von á, á æfingartímabilinu (t.d. mótsgjöld og ferðakostnaður).
5) Síðast en ekki síst að barnið hafi ánægju af að vera á æfingu og nái framförum.
Ég sendi nátturlega þetta bréf af gefnu tilefni þar sem ég var með dóttur mína í íþróttagrein sem er frekar dýr, (æfingargjaldið fyrir sept-des var 38.000 kr) en að sama skapi fékk ég það fyrir peninginn sem ég vildi. Þar var faglærður og þaulæfður þjálfari. Æfingartímar stóðust alltaf. (voru formlega í boði 2x í viku en svo var þriðji tíminn í boði aukalega án þess þó að vera „skilda“. Passlega stór hópur og barnið náði ágætis tengingu við krakkana í hópnum. Endað var á flottri og vel uppsettri sýningu í lok annar. (samt sem áður vildi dóttirin ekki halda áfram og hætti um áramótin).
Nú er barnið að æfa aðra íþrótt sem kostar 30.000 önnin, jafnlangir æfingartímar (þriðji tíminn samt ekki í boði). Þar er aftur á móti unglingsstelpur að kenna sem hafa greinilega mismikla reynslu, það sem verra er að það er ekki sami þjálfarin á þriðjudögum og laugardögum. Þar er sífellt verið að færa til eða fella niður tíma, dóttirin er ekki að ná tengingu, veit t.d. ekki hvað þjálfarinn heitir og þekkir enga krakka í hópnum. Sem er frekar leiðinlegt þar sem hún hafði óskaði stíft eftir að æfa þessa íþrótt og fór að æfa fjarri hennar heima hverfi án þess að þekkja fyrir neinn í hópnum.
Þætti vænt um ef þessar umræðu væri velt upp einhversstaðar.
Kveðja,
Sigrún Guðný Pétursdóttir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli