miðvikudagur, 8. febrúar 2012

Rán í Húsasmiðjunni

Varð fyrir því óláni að það bilaði svokallaður skiptir í sturtunni hjá
mér. Þetta er takkinn sem notaður er til að skipta á milli hvort vatnið
fer upp í gegnum sturtuhausinn eða út í gegnum sturtubarkann og brúsuna.
Skaust í Húsasmiðjuna og náði í eitt stykki og viti menn 11.295 kr.
Fannst mér þetta nokkuð dýrt þannig að ég fór í búð sem heitir Flísa og
bað markaðurinn sem Múrbúðin rekur. Þar var til sambærilegur skiptir og
verði 1.190 þ.e.a.s verð munurinn var næstum tífaldur. Fór að sjálfsögðu
aftur og skilaði stykkinu í Húsasmiðjuna. Látum liggja á milli hluta
hvort einhver gæðamunur kunni að vera á þessu en þetta er bara hreint og
klárt rán. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég rek mig á svona verðmun
milli annarsvegar Byko og Húsasmiðjunar og hinsvegar Múrbúðarinnar.
Herbert Bjarnason

4 ummæli:

  1. En ekki hvað ? til hvers heldur fólk að stóru keðjurnar taki sig saman um verð ?

    SvaraEyða
  2. Það bíða allir eftir Bauhaus, það verður frábært hversu hratt húsabyko fer á hausinn þegar það opnar.

    SvaraEyða
  3. Við skulum ekki vera allt of bjartsýn

    SvaraEyða
  4. Bíddu, eru risarnir ekki báðir með yfirlýsta "verðvernd" ??

    SvaraEyða