sunnudagur, 29. janúar 2012

Verslunarferð í Krónunni

Ég vil byrja á að þakka fyrir þessa síðu sem ég les öðru hvoru og vildi koma á framfæri upplifun sem ég átti í dag í Krónunni upp á Höfða.
Ég fór þangað með innkaupaseðil með ýmsum nauðsynjavörum og byrja í grænmetisdeildinni. Þar vantaði mig spínat og salat og við hliðina á mér stendur starfsmaður sem er að tína skemmd blöð af kálinu þannig að það líti vel út.
Þegar ég fer að skoða salatið sem ég hafði augastað á, sé ég að síðasti söludagur var 26. Janúar (Í dag er 29. Janúar). Shit happens og ég segi stráknum sem er að tína skemmda kálið af kálhausnum frá þessu. Hann yrðir ekki á mig eða segir neitt og byrjar strax að fjarlæga pokanna með salatinu. Allt í góðu.
Næstu vörur fara í innkaupakerruna og svo kemur að því kaupa Lasagna plötur. Þá er einn pakki eftir. Þegar ég skoða hann hefur einhver opnað hann og límt aftur. Það finnst mér ekki boðlegt söluvara.
Næst eru það mjólkuvörurnar og í framhaldi af því er það sinnep á pylsurnar. Ég finn sinnep og þar sem það er ekki mikið notað á mínu heimil, þá skoða ég dagsetningu sem var 26.11 eða 26.12. Ok dugar í næstum því ár. Nei, bíddu hægur. Þetta rann út 2011. Þessi ónýta vara er semsagt búinn að vera 1-2 mánuði upp í hillu í augnhæð án þess að starfsmenn verslunarinnar geri nokkuð í því.
Ég kalla til mín starfsstúlku Krónunnar sem er í nokkurra metra fjarlægð og bendi henni á að það sé vara þarna sem er kominn fram yfir síðasta söludag. Hennar viðbrögð voru að ganga í burt án þess að yrða á mig og láta sig hverfa. Kannski fór hún að ná í yfirmann sinn, ekki sagði hún neitt við mig.
Mér finnst þetta spaugileg upplifun en það er eitthvað veruleg mikið að í verslun sem býður upp á svona vörur og þesskonar þjónustu.
Ég myndi hvetja Jón Helga Guðmundsson eiganda Krónunnar til að labba þarna í gegn og skoða þetta því ef ég væri hann væri ég ekki sáttur við svona í minni verslun.
Ég skal líka gefa ókeypis ráð:
Það er að ef viðskiptavinur finnur vöru sem er kominn yfir síðasta söludag í versluninni þá ætti hann að fá 2 eintök af vörunni ókeypis (og að sjálfsögðu ekki ónýtar).
Ég er ekki að tala um einn salatpoka og eina dós af sinnepi. Það var heill rekki af salati og a.m.k. 10-15 sinnepsdollur of gamlar.
Og svo finnst mér lágmark að að starfsfólk yrði á mig. Í bæði skiptin talaði ég við fólkið með bros á vör. Meira að segja 8 ára strákurinn minn undraði sig á framkomu starfsmanna þegar ég talaði.
Kveðja,
Matthías

9 ummæli:

  1. Líklega hefur manneskjan ekki skilið íslensku, oft eru þarna útlendingar sem ekkert skilja. Ég hef ekkert á móti útlendingum í störfum hér á landi, búðin ætti að sjá sóma sinn í því að hafa viðbragðaáætlun þannig að starfsfólk sem ekkert skilur sæki þá einhvern sem skilur.
    Þarna er greinilega LÉLEG ÞJÓNUSTA

    SvaraEyða
  2. Hélt að allir íslendingar vissu að hinir tveir stóru í stórmarkaðsbransanum selja bara útrunnið efni. Það er viðskiptahugmyndin á bak við þá en grænmetið er útrunnið dýrafóður og flest annað er hirt úr ruslagámum erlendra stórmarkaða.

    SvaraEyða
  3. Þú hefur sem sagt getað fundið allt sem þig vantaði í þessari verslunarferð ?

    Síðast þegar ég fór í Krónuna var 1/3 af innkaupalistanum mínum ekki til. Engar ferskar paprikur,bara 7X dýrari laukur innpakkaður og enginn til í lausu,mjög lélegar sætar kartöflur sem voru orðna margar gegnsósa af skemmdum,enginn létt súrmjólk,baunabelgir frosnir ekki til,rjómaostur í litlum dollum var ekki til,þurrkuð salvía o.s.frv.

    Þessari verslun hefu farið mjög mikið aftur síðastliðin ár eða allt frá því rétt fyrir hrun og skýrir hrunið þetta ekki því Fjarðarkaup eru að standa sig og hafa verið oft 3-4.ódýrastir á eftir Bónus,Krónunni og Nettó. Þar er t.d. grænmeti sem er yfirleitt staflarnir af í Krónunni og er orðið slappt eins og t.d. krumpaðar paprikur selt sem 2.flokks vara sérpökkuð á lægra verði.

    SvaraEyða
  4. Hahaha.... fá bara 2 eintök af vörunni ókeypis ? Ertu að grínast í frekjunni í þér ?

    Ég sæi fyrir mér fólk sem væri að tékka á öllum vörum bara til að reyna að fá eitthvað frítt - Það er í góðu lagi að láta vita af útrunnum vörum , það getur komið fyrir ... en að vilja fá ekki eitt .. heldur tvö eintök af vöru ókeypis er bara fáránlegt !

    SvaraEyða
  5. ein og ein vara er ekkert mál en heill rekki af salati og 10-15 brúsar af sinnepi komið fram yfir síðasta söludag er klárlega að vinna ekki vinnuna sína. Á klárlega að láta heilbrigðiseftirlitið vita af svona skussaskap og láta líkja fylgja hvaða viðbrögð maður fær í versluninni.

    SvaraEyða
  6. Ég fór í þessa verslun um daginn, fer yfirleitt í Bónus en náði ekki þangað fyrir lokun. Grænmeti og ávextir litu vægast sagt illa út, lenti í því trekk í trekk að finna ekki verð á vörum sem voru í sérstökum útstillingum út á gólfi, lélegur stimpill var á mjólkurvörunum og svo það sem var verst... keypti marinerað lambakjöt, lambainnralæri, með 2 daga stimpli og eldaði það við heimkomu og það var óætt... lyktin skrítin og eftir einn bita fór allur skammturinn í ruslið. Var búinn að ákveða það fyrir nokkru að versla bara kjöt á tveimur stöðum, gerði undantekningu í þetta sinn þar sem að ég fann ekki fisk né annað sniðugt og dauðsá eftir því.

    Langar að mæla með nokkrum stöðum: Bryggjuhúsið við Gullinbrú selur frábæra vöru á góðu verði (kjöt og fisk), Kjötkompaníið í Hafnarfirði einnig frábærir í kjöti og öllu meðlæti. Bakaríið við Kaplakrika er áberandi best í smurðum langlokum sem og bakaríið í Fjarðarkaupum. Rúgkjarnabrauðið í Grímsbæ er frábært. Bestu hamborgarar sem að ég hef fundið til að grilla sjálfur eru í Bryggjuhúsinu og Kjöthöllinni Háaleitisbraut + Skipholti. Besta nautahakkið fæst í Sunnubúð í Mávahlíð (frosið, beint frá bónda) en er líklega bara til þar á sumrin. Bestu hamborgarar þegar farið er út að borða eru á Hamborgarasmiðjunni Smiðjuvegi og að lokum þá klikkar ekki fiskurinn hjá Fiskiprinsinum í Kópavogi.

    SvaraEyða
  7. ...ekki hissa,búinn að lenda nokkrum sinnum í þessu að kaupa löngu útrunnar og stundum úldnar vörur í Krónunni við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði...!

    SvaraEyða
  8. Enda er slag orðið þeirra "Fyrst og fremst ódýr" ef einhver fattar:)

    SvaraEyða
  9. Í stað þess að fá lán, fékk ég þegar forritað autt HRAÐBANKAKORT til að afturkalla hámark $5.000 daglega í 30 daga. Ég er svo ánægð með þetta því ég fékk mína í síðustu viku og ég hef notað það til að fá $50.000. Mr Mike er að gefa út kortið bara til að hjálpa fátækum og þurfandi þó það sé ólöglegt en það er eitthvað gott og hann er ekki eins og annað fólk þykjast hafa auða HRAÐBANKAKORT. Og enginn verður veiddur við notkun kortsins. Fáðu þig frá honum ég mæli fyllilega með honum. Bara senda honum tölvupóst á (blankatm002@gmail.com)

    SvaraEyða