miðvikudagur, 8. febrúar 2012

Dagnet Vodafone hækkar

Mig langaði bara til að vekja athygli fólks á að þann 1. febrúar síðastliðinn hækkaði Dagnet Vodafone úr 25 kr. í 90 kr.
Þetta fær mig til að íhuga að skipta um símafyrirtæki, eða allavega til að hætta að fara á netið í símanum mínum. Sem er reyndar blessun í dulargervi.
Linda

4 ummæli:

  1. Sæl Linda, við svörum með sama fyrirkomulag og á facebook síðunni okkar. Það er rétt að dagnetið var að hækka. Það mál er útskýrt betur hér: http://www.vodafone.is/blog/2012/01/gagnamagnspakkar-hagkvaemastir/.
    Ódýrasti gagnamagnspakkinn er á 550 kr. fyrir 30 daga, sem reiknast sem rétt rúmar 18 kr. dagurinn.
    Fyrirkomulagið á dagnetinu er mjög óhagkvæmt í rekstri og því var þörf á mikilli breytingu. Góðu fréttirnar eru áfram þær að gagnamagnspakkarnir eru mjög hagkvæmir. Með sms skilaboðunum sem auglýstu þessa hækkun var viðskiptavinum kynntar þessar breytingar og mánaðargjaldið fyrir gagnamagnspakkana breyttist ekki. - Kveðja Guðný Halla, starfsmaður Vodafone ( Gudnyj@vodafone.is )

    SvaraEyða
  2. En hvað með alla ungu krakkana sem nota eingöngu frelsi, kunna jafnvel ekki að slökkva á sjálfvirkri leit að neti í símanum sínum eða vita ekki af þeim möguleika. þá er 1000 kr. frelsið sem átti að duga í mánuð fljótt að hverfa. Vodafone hefði þurft að kynna þessa hækkun betur.

    SvaraEyða
  3. Sigurbjörg Jónsdóttir20. febrúar 2012 kl. 22:19

    Ég fékk ekkert sms um að þessi hækkun ætti sér stað. Skildi einmitt ekki afhverju inneignin mín væri alltíeinu búin, fór að skoða færsluyfirlitið og tók fyrst eftir því þar að hækkunin hefði átt sér stað. Mjög ósátt með þetta og er einmitt að pæla að skipta um fyrirtæki

    SvaraEyða
  4. ekki fékk ég neitt sms, er búin að leggja 6000 á símann í þessum mánuði og skildi ekki neitt í neinu þangað til ég rakst á þessa færslu.

    SvaraEyða