mánudagur, 31. október 2011

Bestu hamborgararnir í Reykjavík

Gísli Geir sendi fyrirspurn: Ég var að velta því fyrir mér hvar sé best að fá sér hamborgara í Reykjavík í dag? Finn enga sérfræði ráðgjöf um þetta á netinu? :)

Auðvitað er ekkert eitt svar við þessu. Þetta er týpískt málefni sem verður hugsanlega útkljáð í kommentakerfi. Ég get þó velt upp nokkrum möguleikum:

Hamborgarafabrikka Simma og Jóa kom inn með gusti og hefur verið gríðarlega vinsæl. Þar er nýsköpun í borgaragerð nokkur og verðið alveg fínt.

Hamborgarabúlla Tómasar er traust pleis, enda Tommi með metnað og áhuga á borgurum. Svo fær maður alltaf góða þjónustu og ekkert rugl.

Grillhúsið er alltaf fínt. Leiðinlegt samt að þar skuli hafa verið hætt með "vegabréfs"-afsláttarkortin. Kannski er nýtt VIP kerfi hjá þeim ok. Þarna fæst stærsti borgari landsins, eitthvað 450 gramma flykki minnir mig á hátt í 5000 kall!

Margir eru svag fyrir Vitabarnum og Gleym-mér-ei borgaranum þar, t.d. þessi. Ég þarf að tékka á honum aftur, fannst hann ekkert svo spes þegar ég athugaði hann einu sinni.

Ruby Tuesday er með fína borgara að amerískri fyrirmynd. Líka TGIFridays. Jack Daniels sósan þar er fín á borgara, en mér finnst samt eins og Fridays sé orðin dýrari heim að sækja en Rubys. Metro er með ágætis stöff í sínum verðflokki, ágætis McDonalds-staðgenglar.

Nú svo er fullt af öðrum möguleikum ef manni langar í borgara...

Dr. Gunni

13 ummæli:

  1. Búllan er ágæt en Metró selur ógeðsborgara þurra og vonda einnig eru fröllurnar óbjóður!!!

    SvaraEyða
  2. Mæli með hamborgurunum á laugarvegi 73 http://www.73.is/ og á fínu verði, svo líka Burger-inn í hafnarfirði, mjög góðir grillborgar

    SvaraEyða
  3. Hamborgarinn sem ég smakkaði síðast var á 73 á Laugarvegi.
    Ekki dýr (man ekki verðið nkl) en vá hvað ég fer þangað aftur. Svakalega góður.

    SvaraEyða
  4. Þegar ég ákveð að misbjóða æðakerfinu í mér og éta drasl mat þá eru hamborgararnir á Rugby Tuseday Lang bestir af öllu þesus dóti sem upp var talið. Reyndar kemur Gráðostaborgarinn á Vitabar þrusuflott inn og ekki spillir hrátt og töff útlit á staðnum.

    Hamborgarabúllan finnst mér bara vera fínni útgáfa af Metro/McDonalds og dýrir m.v. hvað þeir eru litliri og örskammtur af frönskum.

    SvaraEyða
  5. 73 á laugarveginum eru klárlega með bestu börgerana... fór þangað og fékk mér 600 gr. börger og hann kostaði töluvert minna en 5000 kr. þannig að ég mæli mjög mikið með þessum stað! Gaman líka að segja frá því að þeir búa til sína eigin hamborgarasósu sem er snilld og kjötið þeirra er 100% naut!

    SvaraEyða
  6. Ég fer í Snæland video þegar mig langar í djúsí og ódýran hamborgara

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus #5

    Hver í ósköpunum borðar 600gr af kjöti í einni máltíð ? Þá er ekkert skrítið að við séum næst feitust á vesturlöndum. Þetta er bara ógeð að heyra.


    Nafnlaus#6

    Sveittir hamborgarar í sjoppubúllum eins og Snælandvideo er algjör misþyrming á líkama manns og matur sem ég myndi ekki bjóða dýrum upp á. Svo mætti starfsfólkið þar læra almenna kurteisi og þjónustulund. Einfalt góðan daginn og smá bros í upphafi viðskipta og takk fyrir eða eigðu góðan dag eða hafðu það gott í lok viðskipta myndi stórlega bæta upplifunina af því að versla við þetta fyrirtæki.

    SvaraEyða
  8. Ef þér fynnst Búllan vera fínni útgáfa af Metró þá þarftu að láta laga í þér, bragðlaukana
    ekki hægt að bera saman kjötið á búllunni og metró.

    SvaraEyða
  9. Nafnlaus #8

    Mér finnst búllan mjög dýr m.v. hvað maður fær og þetta er ekkert spes.

    SvaraEyða
  10. Tilboð aldarinnar með bernaise 1610 kr á Búllunni. Klárlega bestu borgararnir hér á landi og verðið sanngjarnt.

    Einnig er gleym-mér-ei fínn borgari á Vitabar.

    SvaraEyða
  11. Hef ekkert á móti búllunni, fínn matur. En að segja að 1610 krónur séu sanngjarnt verð fyrir hamborgaramáltíð finnst mér fráleitt. En það er bara mín skoðun :)

    SvaraEyða
  12. Atli Fannar var eitthvað að tala um hamborgara á Laugardagskaffinu á X-inu og þar voru þeir að velja bestu Hamborgarastaðina og þar varð Hamborgarasmiðjan í Rauðu Götunni á Smiðjuvegi í Kópavogi fyrir valinu hjá Atla.

    Hafið þið eitthvað prófað hamborgarana þarna ?

    SvaraEyða
  13. ég hef bara heyrt góða hluti um hamborgarana á hamborgarasmiðjunni, þó að pleisið í kring, smiðjuvegurinn og það sé ekkert rosalega kósý þá þer þetta snilldar staður

    SvaraEyða