mánudagur, 27. september 2010

Póstur og Sími okra enn

Sem pirraður neytandi veigra ég mér ekki við því að skipta um þjónustuaðila ef mér þykir á mér brotið og spara iðulega með því að leita lægsta verðsins.
Ég keypti mér nýlega gagnakapall fyrir Sony Ericson síma sem kostar hjá Símanum 3.990 krónur. Mér fannst það heldur mikið fyrir eitthvað sem ég gæti vel komist af án og gerði því litla óformlega verðkönnun á netinu. Það borgaði sig klárlega og fann ég gripinn hjá Símabæ á litlar 1.490 krónur.
Verandi ekki í höfuðborginni pantaði ég gripinn í vefverslun Símabæjar og fékk ég hann sendann í póstkröfu. Sendingarkostnaður kom mér þó heldur betur á óvart þar sem ég fékk að borga heilar 1.205 krónur í sendingarkostnað af einu venjulega umslagi af stærðinni A5 sem náði ekki 50 g þyngd!
Það mætti halda að Pósturinn væru þarna að reyna að sporna við viðleitni minni til að spara með því að kaupa af samkeppnisaðila Símans, og ég sem hélt að þetta væri ekki lengur eitt og sama fyrirtækið...
Kveðja, SI

5 ummæli:

  1. Færð þetta í pósthúsið þitt frá Amazon á um $3, þá er eftir tollur og sendingarkostnaður sem má vera um 2300 kr til að koma út á sléttu!

    http://www.amazon.com/s/ref=nb_sb_ss_sc_0_17?url=search-alias%3Daps&field-keywords=sony+ericsson+data+cable&x=0&y=0&sprefix=Sony+Ericson+data

    SvaraEyða
  2. Sammála Síminn er okurbúlla þeir okra á öllu
    'Eg hef verið í viðskiptum við Símann í 50ár
    þegar hann var seldur þá fyrst byrjaði OKRIÐ.

    SvaraEyða
  3. Kæri nafnlaus kl. 11:29 þann 27. september.
    Ég þakka ábendinguna en þar sem pósturinn rukkar mig alltaf um sömu fjárhæðina fyrir það eitt að ákveða tollinn þá er ég nokkuð viss um að þetta hefði komið út á sléttu eða því sem næst. Minnir að það sé um 700 kr. sem þeir taka fyrir að velja tollflokk og slá inn í reiknivélina sína.
    Kv. SI

    SvaraEyða
  4. Svona til upplýsinga þá er Pósturinn að versla við Vodafone með alla fjarskiptaþjónustu þannig að Póstur og Vodafone ætti það að vera ;)

    SvaraEyða
  5. Gangakapallinn í símabæ er kínversk eftirlíking, ekki orginal vara frá SE eins og síminn selur.
    þar af leiðandi er ekki sama verð þar sem ekki er um sömu vöru að ræða.

    SvaraEyða