þriðjudagur, 14. september 2010

Límbandsokur í Húsasmiðjunni

Fór í Húsasmiðjuna um daginn og keypti pakkalímband frá Tesa, 66 metra rúllu. Gekk ég út með tvær rúllur, eina brúna og eina glæra og kostaði stykkið 930 krónur. Ég hugsaði "þetta er nú frekar dýrt" en lét mig hafa það. Fór síðan að taka bensín á N1 og rak þá augun í sömu rúllu á 310 krónur og því er verðið hjá ríkisrekna risafyrirtækinu 300% af því sem varan kostar á bensínstöð (sem almennt séð eru dýrar!).
Kær kveðja,
ÓS

2 ummæli:

  1. Tékkaðu á verðiu hjá Verkfæralagernum smáratorgi. Ætti að vera nokkuð undir 310 krónurnar. :)

    SvaraEyða
  2. Sama límband færst í Verkfæralagernum yfirleitt á hálfvirði miðað við Húsa, enda okra þeir á límböndum.

    SvaraEyða