fimmtudagur, 16. september 2010

Hugsi yfir bílaskoðunargjaldi

Ég er hugsi yfir gjaldi sem er farið að leggjast á þá sem eru of seinir með bílana sína í skoðun. Þetta eru um 15 þúsund krónur, skattheimta sem mér skilst að hafi verið samþykkt í tíð síðustu ríkisstjórnar. Nú er það svo að bílafloti landsmanna er að eldast. Þeir sem minnst hafa á milli handanna eru líklegastir til að aka á gömlum bílum sem bila og eiga erfitt með að standast skoðun. Og þess vegna leggst þetta blessaða gjald þyngst á það fólk. Þetta eru reyndar ekki getgátur hjá mér, heldur var þetta niðurstaða úr samtali sem ég átti við starfsmann eins skoðunarfyrirtækisins.
Egill Helgason

5 ummæli:

  1. Sigurður Bjarnason16. september 2010 kl. 23:08

    Það er rétt hjá þér. En þú hefur 3 mánuði til að fara með bílinn í skoðun. Svo ef bíllinn er með númer sem endar á 1 (jan), þá hefur þú frest út mars til að fara með hann í skoðun án sekta. Og meðan það er planið að skoða bílinn á annað borð, þá ætti þessi frestur að duga fullkomlega!

    SvaraEyða
  2. 100% sammála Sigurði! Ef þetta gjald væri ekki, þá myndi fólk draga það endalaust að láta skoða bílinn!

    SvaraEyða
  3. Því miður eru of margir skussar þarna úti, veit líka að það eru margir blankir. En mér líður betur að vita af því að það er eitthvað sem rekur skussana af stað í skoðun, hálfbilaðir bílar í umferðinni eru stórhættulegir, bremsulausir, hjólalegur, stýrisendar......

    SvaraEyða
  4. Folk hefur 2 mánuði til að fara með bílinn í skoðun ekki 3.

    Auk thess er Finnur Ingolfs glaepahundur a bakvid annad skodunarfyrirtaekid.

    SvaraEyða
  5. Síðast þegar ég átti bíl fór ég stundum með hann í skoðun annað hvert ár (endaði á 8, fór í jan/feb og fékk miða fyrir næsta ár).

    Þessi skattheimta stoppar svoleiðis, en refsar ekki þeim sem þó mæta í skoðun og fá endurskoðunarmiða.

    SvaraEyða