Hagkaup auglýsir "Tax Free" daga þar sem virðisaukaskattur er felldur niður af ÖLLUM fatnaði. Svo að ég skunda með fjölskylduna að versla skó fyrir sumarið. Fundum öll þessa fínu skó og meira segja eitt strigaskópar á tilboði, kr. 3.990.- í staðkr. 5.990.-
Glöð og ánægð með skóval okkar höldum við að afgreiðslukassa, en þar bíða okkar tvöföld vonbrigði. Tilboðið átti ekki vð alla strigaskóna í þessari hillu (sem að voru allir á sama verðinu), nei bara eitt vörunúmer, en þessi ákveðna vörutegund tók sem svaraði um einum fimmta af hilluplássinu.
Nú jæja, það verður þá að hafa það, virðisaukaskatturinn reiknast þó af. En NEI, í huga stjórnenda Hagkaups verslana telst skófatnaður EKKI FATNAÐUR !!! Er þetta í lagi ? Maður spyr sig. Ég er mjög ósátt með að hafa verið blekkt með þessum villandi auglýsingum. Ég gat ekki hugsað mér að hætta við þessi skókaup, þar sem börnin mín voru svo alsæl og glöð með flottu skóna sína, og lét því þetta yfir mig ganga heldur en að takast á við vonbrigði og grát barnanna minna vegna ástæðu þess að ég vildi hætta við kaupin. Hagkaup á að sjá sóma sinn í að taka fram í auglýsingum sínum, ef að eitthvað er undanskilið frá almennu hugtaki, samanber skófatnaður sé ekki hluti af fatnaði. Þetta er álíka fáránlegt eins og að auglýsa afslátt af matvöru, en undanskilja frosinn mat. Ég get allavega ekki fundið rökstuðning fyrir því að skór séu ekki hluti af fatnaði fólks. Í mínum huga, og þeirra sem ég þekki, falla skókaup undir það að fata sig upp. Ég verð nú að segja að ég sé ekki marga ganga um skólausa á götum úti. Það er nú frekar að maður sjái fólk spóka sig léttklætt að ofan en að það gangi um berfætt í bænum.
Eins þegar tilboð er auglýst á ákveðnum stað, (eins og tilboðsmiðinn á hillurekkanum) en á ekki við allar vörur á þeim stað, á að afmarka það með sér standi (eða körfu) svo að það leiki ekki vafi á því hvað er verið að selja á þessu sér tilboði. Í mínum huga er þetta klárlega auglýsingablekking.
Anna Rudolfsdóttir