Afhverju er oft hálfgerður bömmer að fara í bíó á Íslandi? Fyrst náttúrlega auglýsingafargan í 20 mín og svo oft allskonar rugl á sýningunni. Myndin ekki í fókus, alltof lágt stillt, allt í rugli með textann eða meira að segja að það er ekki slökkt í salnum (hér greinir kvikmyndagagnrýnandinn Haukur Viðar Alfreðsson frá ömurlegri reynslu í Kringlubíói, sem að hans mati er lélegasta bíó landsins).
Maður er að borga sig inn og því er lágmark að bíóin hafi basic hluti í lagi. Eins og að slökkva í salnum þegar myndin hefst!
Svo er annað mál – sem bíóin bera litla eða enga ábyrgð á - að sumir bara kunna ekki að fara í bíó. Eru blaðrandi saman út alla myndina (kannski búnir að gleyma að þeir eru ekki heima í stofu), eða talandi í farsíma og sms-andi lon og don. Lenti í þessu um daginn að síminn hjá einni í næstu röð hringdi og hún byrjaði að tala í símann (í stað þess að slökkva bara eins og hún hefði átt að gera - Hæ, heyrðu ég er í bíó og get ekki talað... Hvað segirðu? Bla bla bla...)
Fokking óþolandi!
Dr. Gunni
Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
fimmtudagur, 23. febrúar 2012
Æfingagjöld barna
Mig langar rosalega að heyra meiri umræðu um æfingargjöld barna. Mjög mikið er í boði af íþróttum fyrir börn og rosalega mismunandi hvað kostar. Ég ætla ekki að fara út í einstök félög og hvað kostar en það sem ég vil fá í umræðuna er hvað er boðið upp á fyrir peninginn, hvaða kröfur er hægt að gera þegar maður er búinn að borga fyrir ákveðna „þjónustu“ og hvaða rétt hefur maður ef maður vill ekki nýta „þjónustuna“ lengur.
Dóttir mín hefur prófað nokkrar íþróttagreinar sem kosta mis mikið og mjög mismikið sem maður er að fá fyrir peninginn. Hér eru nokkru atriði sem mér finnst skipta máli:
1) Að æfingarnar séu í boði (þe. Ekki felldar niður) og að þær séu á þeim tíma sem ákveðið var þegar maður greiðir.
2) Að þjálfarinn sé hæfur í starfi og jafnvel eftir því sem maður borgar meira gerir maður þær kröfur að þjálfarinn sé faglærður og vanur að vinna með börn.
3) Að hópurinn sem barnið er í á æfingu sé passlega stór (þe. að mínu viti ekki meir en 15 börn per þjálfara).
4) Að það sé tekið fram hvaða búnaður til íþróttaiðkunar sé innifalið í gjaldinu (sjaldan er um slíkt að ræða), að það sé tekið fram ca. hvaða önnur útgjöld maður getur átt von á, á æfingartímabilinu (t.d. mótsgjöld og ferðakostnaður).
5) Síðast en ekki síst að barnið hafi ánægju af að vera á æfingu og nái framförum.
Ég sendi nátturlega þetta bréf af gefnu tilefni þar sem ég var með dóttur mína í íþróttagrein sem er frekar dýr, (æfingargjaldið fyrir sept-des var 38.000 kr) en að sama skapi fékk ég það fyrir peninginn sem ég vildi. Þar var faglærður og þaulæfður þjálfari. Æfingartímar stóðust alltaf. (voru formlega í boði 2x í viku en svo var þriðji tíminn í boði aukalega án þess þó að vera „skilda“. Passlega stór hópur og barnið náði ágætis tengingu við krakkana í hópnum. Endað var á flottri og vel uppsettri sýningu í lok annar. (samt sem áður vildi dóttirin ekki halda áfram og hætti um áramótin).
Nú er barnið að æfa aðra íþrótt sem kostar 30.000 önnin, jafnlangir æfingartímar (þriðji tíminn samt ekki í boði). Þar er aftur á móti unglingsstelpur að kenna sem hafa greinilega mismikla reynslu, það sem verra er að það er ekki sami þjálfarin á þriðjudögum og laugardögum. Þar er sífellt verið að færa til eða fella niður tíma, dóttirin er ekki að ná tengingu, veit t.d. ekki hvað þjálfarinn heitir og þekkir enga krakka í hópnum. Sem er frekar leiðinlegt þar sem hún hafði óskaði stíft eftir að æfa þessa íþrótt og fór að æfa fjarri hennar heima hverfi án þess að þekkja fyrir neinn í hópnum.
Þætti vænt um ef þessar umræðu væri velt upp einhversstaðar.
Kveðja,
Sigrún Guðný Pétursdóttir
Dóttir mín hefur prófað nokkrar íþróttagreinar sem kosta mis mikið og mjög mismikið sem maður er að fá fyrir peninginn. Hér eru nokkru atriði sem mér finnst skipta máli:
1) Að æfingarnar séu í boði (þe. Ekki felldar niður) og að þær séu á þeim tíma sem ákveðið var þegar maður greiðir.
2) Að þjálfarinn sé hæfur í starfi og jafnvel eftir því sem maður borgar meira gerir maður þær kröfur að þjálfarinn sé faglærður og vanur að vinna með börn.
3) Að hópurinn sem barnið er í á æfingu sé passlega stór (þe. að mínu viti ekki meir en 15 börn per þjálfara).
4) Að það sé tekið fram hvaða búnaður til íþróttaiðkunar sé innifalið í gjaldinu (sjaldan er um slíkt að ræða), að það sé tekið fram ca. hvaða önnur útgjöld maður getur átt von á, á æfingartímabilinu (t.d. mótsgjöld og ferðakostnaður).
5) Síðast en ekki síst að barnið hafi ánægju af að vera á æfingu og nái framförum.
Ég sendi nátturlega þetta bréf af gefnu tilefni þar sem ég var með dóttur mína í íþróttagrein sem er frekar dýr, (æfingargjaldið fyrir sept-des var 38.000 kr) en að sama skapi fékk ég það fyrir peninginn sem ég vildi. Þar var faglærður og þaulæfður þjálfari. Æfingartímar stóðust alltaf. (voru formlega í boði 2x í viku en svo var þriðji tíminn í boði aukalega án þess þó að vera „skilda“. Passlega stór hópur og barnið náði ágætis tengingu við krakkana í hópnum. Endað var á flottri og vel uppsettri sýningu í lok annar. (samt sem áður vildi dóttirin ekki halda áfram og hætti um áramótin).
Nú er barnið að æfa aðra íþrótt sem kostar 30.000 önnin, jafnlangir æfingartímar (þriðji tíminn samt ekki í boði). Þar er aftur á móti unglingsstelpur að kenna sem hafa greinilega mismikla reynslu, það sem verra er að það er ekki sami þjálfarin á þriðjudögum og laugardögum. Þar er sífellt verið að færa til eða fella niður tíma, dóttirin er ekki að ná tengingu, veit t.d. ekki hvað þjálfarinn heitir og þekkir enga krakka í hópnum. Sem er frekar leiðinlegt þar sem hún hafði óskaði stíft eftir að æfa þessa íþrótt og fór að æfa fjarri hennar heima hverfi án þess að þekkja fyrir neinn í hópnum.
Þætti vænt um ef þessar umræðu væri velt upp einhversstaðar.
Kveðja,
Sigrún Guðný Pétursdóttir
miðvikudagur, 22. febrúar 2012
Tékkland enn ódýrast
Enn er athyglisvert að skoða verð á bifreiðaskoðun. Þetta er þjónustu sem er sambærileg alls staðar, þ.e. það er ekki "betri" skoðun á einum stað en öðrum.
Verð á venjulegum bíl (undir 3500 kg):
Aðalskoðun: 9.460 kr - var 8.680 kr í fyrra
Frumherji: 8.900 kr - var 8.400 kr í fyrra
Tékkland: 7.945 kr - var 7.495 kr í fyrra
Tékkland kom nýlega inn á markaðinn og er með þrjár stöðvar, Reykjavíkurvegi 54, Hafnarfirði; í Holtagörðum og að Borgartúni 24.
Ég veit ekki með ykkur, en ég vel það ódýrasta, enda sparnaður upp á 955 og 1515 kall.
Tékkland er líka eina fyrirtækið sem birtir verð strax á upphafssíðu heimasíðunnar sinnar. Hjá hinum þarf maður að leita sérstaklega eftir verðinu.
Dr. Gunni
Verð á venjulegum bíl (undir 3500 kg):
Aðalskoðun: 9.460 kr - var 8.680 kr í fyrra
Frumherji: 8.900 kr - var 8.400 kr í fyrra
Tékkland: 7.945 kr - var 7.495 kr í fyrra
Tékkland kom nýlega inn á markaðinn og er með þrjár stöðvar, Reykjavíkurvegi 54, Hafnarfirði; í Holtagörðum og að Borgartúni 24.
Ég veit ekki með ykkur, en ég vel það ódýrasta, enda sparnaður upp á 955 og 1515 kall.
Tékkland er líka eina fyrirtækið sem birtir verð strax á upphafssíðu heimasíðunnar sinnar. Hjá hinum þarf maður að leita sérstaklega eftir verðinu.
Dr. Gunni
fimmtudagur, 16. febrúar 2012
Fyrirtaks þjónusta í Oasis!
Alltof oft er kvartað, stundum má hrósa.
Ég keypti angorupeysu í Oasis í Kringlunni, trúlega milli jóla og nýárs. Heim komin varð ég þess vör að peysuskömmin fór skelfilega úr hárunum og til að gera illt verra var hún hvít. Til að gera langa sögu stutta beitti ég öllum mínum húsmóðurráðum og hæfileikum til 30 ára, en allt kom fyrir ekki. Peysan hélt áfram að skilja eftir hvíta slóð hvar sem hún kom, í fötunum mínum, húsgögnum og m.a.s. í þvottavélinni. Ég þurfti að láta vélina ganga tóma þegar ég var búin að þvo peysuskömmina í 14. sinn í von um að ástandið lagaðist, svo mikil loðna gekk úr henni. Ég frysti peysuna. Engin breyting.
Í morgun ákvað ég að prófa að fara með peysuna í verslunina og segja mínar farir ekki sléttar en gerði mér ekki miklar vonir um góðar viðtökur, þar sem svo langt var um liðið. Fyrir tilviljun hafði ég geymt kvittunina sem er ekkert endilega sjálfgefið að fólk geri.
Ég bar upp erindið og var því tekið af stakri ljúfmennsku, mér boðið að velja mér eitthvað í staðinn eða fá inneignarnótu fyrir upphæðinni.
Svona eiga sýslumenn, eða verslunarfólk, að vera!
Nanna Gunnarsdóttir þýðandi
Ég keypti angorupeysu í Oasis í Kringlunni, trúlega milli jóla og nýárs. Heim komin varð ég þess vör að peysuskömmin fór skelfilega úr hárunum og til að gera illt verra var hún hvít. Til að gera langa sögu stutta beitti ég öllum mínum húsmóðurráðum og hæfileikum til 30 ára, en allt kom fyrir ekki. Peysan hélt áfram að skilja eftir hvíta slóð hvar sem hún kom, í fötunum mínum, húsgögnum og m.a.s. í þvottavélinni. Ég þurfti að láta vélina ganga tóma þegar ég var búin að þvo peysuskömmina í 14. sinn í von um að ástandið lagaðist, svo mikil loðna gekk úr henni. Ég frysti peysuna. Engin breyting.
Í morgun ákvað ég að prófa að fara með peysuna í verslunina og segja mínar farir ekki sléttar en gerði mér ekki miklar vonir um góðar viðtökur, þar sem svo langt var um liðið. Fyrir tilviljun hafði ég geymt kvittunina sem er ekkert endilega sjálfgefið að fólk geri.
Ég bar upp erindið og var því tekið af stakri ljúfmennsku, mér boðið að velja mér eitthvað í staðinn eða fá inneignarnótu fyrir upphæðinni.
Svona eiga sýslumenn, eða verslunarfólk, að vera!
Nanna Gunnarsdóttir þýðandi
miðvikudagur, 8. febrúar 2012
Bild up
Smá mál en sjokkerandi: Sonur minn fór í aðgerð í jan 2012 og þarf að nærast á Bild-up pakka-efni (matur) um talsverðan tíma. Í Bónus var verið fyrst ca. 450 kr pakkinn í dag 537 kr. (mánaðar verðbólgan hér á fullu) en lyfjabúðir rukka vel yfir 1000 kr. Ekki furða að allt hér sé í tómu tjóni - öllu bara velt yfir á neytendur.
kv. Kristinn
kv. Kristinn
Dagnet Vodafone hækkar
Mig langaði bara til að vekja athygli fólks á að þann 1. febrúar síðastliðinn hækkaði Dagnet Vodafone úr 25 kr. í 90 kr.
Þetta fær mig til að íhuga að skipta um símafyrirtæki, eða allavega til að hætta að fara á netið í símanum mínum. Sem er reyndar blessun í dulargervi.
Linda
Þetta fær mig til að íhuga að skipta um símafyrirtæki, eða allavega til að hætta að fara á netið í símanum mínum. Sem er reyndar blessun í dulargervi.
Linda
Rán í Húsasmiðjunni
Varð fyrir því óláni að það bilaði svokallaður skiptir í sturtunni hjá
mér. Þetta er takkinn sem notaður er til að skipta á milli hvort vatnið
fer upp í gegnum sturtuhausinn eða út í gegnum sturtubarkann og brúsuna.
Skaust í Húsasmiðjuna og náði í eitt stykki og viti menn 11.295 kr.
Fannst mér þetta nokkuð dýrt þannig að ég fór í búð sem heitir Flísa og
bað markaðurinn sem Múrbúðin rekur. Þar var til sambærilegur skiptir og
verði 1.190 þ.e.a.s verð munurinn var næstum tífaldur. Fór að sjálfsögðu
aftur og skilaði stykkinu í Húsasmiðjuna. Látum liggja á milli hluta
hvort einhver gæðamunur kunni að vera á þessu en þetta er bara hreint og
klárt rán. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég rek mig á svona verðmun
milli annarsvegar Byko og Húsasmiðjunar og hinsvegar Múrbúðarinnar.
Herbert Bjarnason
mér. Þetta er takkinn sem notaður er til að skipta á milli hvort vatnið
fer upp í gegnum sturtuhausinn eða út í gegnum sturtubarkann og brúsuna.
Skaust í Húsasmiðjuna og náði í eitt stykki og viti menn 11.295 kr.
Fannst mér þetta nokkuð dýrt þannig að ég fór í búð sem heitir Flísa og
bað markaðurinn sem Múrbúðin rekur. Þar var til sambærilegur skiptir og
verði 1.190 þ.e.a.s verð munurinn var næstum tífaldur. Fór að sjálfsögðu
aftur og skilaði stykkinu í Húsasmiðjuna. Látum liggja á milli hluta
hvort einhver gæðamunur kunni að vera á þessu en þetta er bara hreint og
klárt rán. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég rek mig á svona verðmun
milli annarsvegar Byko og Húsasmiðjunar og hinsvegar Múrbúðarinnar.
Herbert Bjarnason
föstudagur, 3. febrúar 2012
Vegna reikninga frá TAL fyrir óveitta þjónustu
Í talsverðan tíma hefur undirritaður átt í greiðsluvanda og það hefur gengið svo langt að ég gat ekki greitt símreikningana mína á tilsettum tíma. Nú hef ég komist að því afhverju ógreidd skuld mín við símfyrirtækið TAL hefur haldið áfram að vaxa óeðlilega þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir alla þjónustu nema innhringinar í heimasímann (þ.e., lokað hefur verið fyrir farsímann og nettenginguna, og úthringingar úr heimasímanum):
Mér hafa verið skuldfærðar að jafnaði um 8 þúsund kr. pr. mánuð fyrir þjónustu sem kostar skvt. verðskrá allra símfyrirtækja á landinu milli 12- og 15 hundruð krónur á mánuði, - þ. e. grunnþjónustugjald fyrir heimasíma án úthringinga.
Auðvitað get ég sjálfum mér um kennt að greiða reikningana ekki á tilsettum tíma, og það hefur sosum gerst áður, það get ég vel viðurkennt.
En ég er ekki vissum að það sé eðlilegt eða sjálfsagt að hægt sé að rukka mig um 8.000. - kr. að jafnaði á mánuði fyrir þá þjónustu eina að hægt sé að hringja í mig í heimasímann minn. Þessa reikninga get ég, samvisku minnar vegna, ekki greitt, vil ekki borga og mun aldrei borga.
En annað er enn alvarlegra: Svar þjónustustúlkunnar í litla básnum í Kringlunni í gær:
, - Þetta er svona hjá öllum símafyrirtækjunum.'
Ég hef ákveðið að kanna hvort það er rétt - og ef svo er, hlýtur að vera um verðsamráð að ræða. Fyrir það hafa fyrirtæki verið dæmd í háar sektir (sbr. olíuverðs- og grænmetisverðssamráð).
Ef það reynist rétt að öll símfyrirtæki landsins rukki fólk fyrir óveitta þjónustu, mun ég kæra það til Samkeppniseftirlitsins.
Halldór Carlsson
Undirritaður er atvinnulaus fjölmiðla- og sagnfræðingur og nemi við Háskóla Íslands.
Lifir á um 160 þúsund krónum á mánuði.
Mér hafa verið skuldfærðar að jafnaði um 8 þúsund kr. pr. mánuð fyrir þjónustu sem kostar skvt. verðskrá allra símfyrirtækja á landinu milli 12- og 15 hundruð krónur á mánuði, - þ. e. grunnþjónustugjald fyrir heimasíma án úthringinga.
Auðvitað get ég sjálfum mér um kennt að greiða reikningana ekki á tilsettum tíma, og það hefur sosum gerst áður, það get ég vel viðurkennt.
En ég er ekki vissum að það sé eðlilegt eða sjálfsagt að hægt sé að rukka mig um 8.000. - kr. að jafnaði á mánuði fyrir þá þjónustu eina að hægt sé að hringja í mig í heimasímann minn. Þessa reikninga get ég, samvisku minnar vegna, ekki greitt, vil ekki borga og mun aldrei borga.
En annað er enn alvarlegra: Svar þjónustustúlkunnar í litla básnum í Kringlunni í gær:
, - Þetta er svona hjá öllum símafyrirtækjunum.'
Ég hef ákveðið að kanna hvort það er rétt - og ef svo er, hlýtur að vera um verðsamráð að ræða. Fyrir það hafa fyrirtæki verið dæmd í háar sektir (sbr. olíuverðs- og grænmetisverðssamráð).
Ef það reynist rétt að öll símfyrirtæki landsins rukki fólk fyrir óveitta þjónustu, mun ég kæra það til Samkeppniseftirlitsins.
Halldór Carlsson
Undirritaður er atvinnulaus fjölmiðla- og sagnfræðingur og nemi við Háskóla Íslands.
Lifir á um 160 þúsund krónum á mánuði.
miðvikudagur, 1. febrúar 2012
Roðlaust og beinlaust í Bónus
Núna undanfarna daga hefur Bónus skiltað með verðið 1.098.- kr. kg. af roðlausum og beinlausum ýsuflökum frá Fiskbúðinni okkar.
Verð sem tekið er á kassa er hins vegar kr. 1.259,- sem gerir mismun upp á kr. 161.- pr. kg.
Ef gefum okkur að allar Bónusbúðir selji aðeins 25 tonn af ýsuflökum á viku, þýðir þessi mismunur á milli þess verðs sem okkur er sagt að varan kosti og þess sem Bónus tekur kr. 209.300.000,-. Bara þessi eina litla vörutegund ! Yfir tvö hundruð milljónir!
Verum vakandi!!!
Óli Sig
Verð sem tekið er á kassa er hins vegar kr. 1.259,- sem gerir mismun upp á kr. 161.- pr. kg.
Ef gefum okkur að allar Bónusbúðir selji aðeins 25 tonn af ýsuflökum á viku, þýðir þessi mismunur á milli þess verðs sem okkur er sagt að varan kosti og þess sem Bónus tekur kr. 209.300.000,-. Bara þessi eina litla vörutegund ! Yfir tvö hundruð milljónir!
Verum vakandi!!!
Óli Sig
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)