laugardagur, 17. desember 2011

Reynslusaga af Baðhúsinu

Langar að deila með ykkur reynslu minni af Baðhúsinu, í von um að geta komið í veg fyrir að fleiri lendi í því sama.
Í ágúst 2010 fór ég ásamt vinkonu minni niður í Baðhús því nú skyldi komið sér í form. Vinalegur maður tók á móti okkur og kynnti okkur alls kyns freistandi tilboð. Við ákváðum loks að taka tilboði sem að hljóðaði upp á 12 mánuði af líkamsrækt. Þessi samningur myndi síðan bara renna sjálfkrafa út að þessum 12 mánuðum liðnum, ef við endurnýjuðum hann ekki. Svona kynnti þessi vinalegi maður okkur samninginn.
Okkur leyst svona líka vel á það, svo við skrifuðum undir. Höfðum enga ástæðu til að vantreysta þessum manni, hann var jú starfsmaður fyrirtækis sem hafði gott orð á sér. Næstu mánuði æfðum við þarna, greiddum samviskusamlega fyrir hvern mánuð og létum vel af.
Í júlí 2011 fór ég út á land í sumarfrí og kom aftur í ágúst sama ár. Ég var ekki alveg að koma mér aftur í líkamsræktargírinn svo ég fór ekkert aftur í Baðhúsið. Sem hlaut að vera í lagi, þetta var 12.mánuðurinn og ég hafði ekki endurnýjað samninginn svo að hann hlaut að vera bara útrunninn, eins og maðurinn sagði. Ég fékk samt sem áður rukkun frá þeim, en taldi að um mistök væri að ræða svo ég aðhafðist ekkert frekar.
Í september kom önnur rukkun, og svo önnur, uns mér fóru að berast innheimtuskröfur frá Motus. Þar sem ég skildi ekki hvað var verið að rukka mig um, vissi ekki betur en að samningurinn væri útrunninn, hafði ég því samband við Baðhúsið því mér datt helst í hug að samningurinn hefði endurnýjast sjálfkrafa, og maðurinn hefði gleymt að segja mér frá því.
Þá kom í ljós að á þessum samningi var 3ja mánaða uppsagnafrestur sem ENGINN hafði minnst á. Ég hefði þar af leiðandi átt að segja upp á 9.mánuði. Vinalegi maðurinn hafði semsagt ekki gleymt að minnast á það, hann einfaldlega laug því blákalt að okkur að við værum að skrifa undir samning sem að rynni sjálfkrafa út að 12 mánuðum liðnum. Svo vegna þess að ég treysti þessum manni til að sinna sínu starfi að þá skrifaði ég undir, og sit nú uppi með ítrekanir frá Motus og skuld til næstu 3ja mánaða, skuld fyrir 3 mánuði sem að ég er ekki að nýta mér hjá þessu fyrirtæki.
Allt vegna þess að vinalegi maðurinn taldi það í góðu lagi að segja mér bara það sem best hljómaði. Ég las því miður ekki smáa letrið. Hann sagði mér ekki frá þessu smáa letri. Mín mistök. Ég sagði formlega upp hjá þeim í október, skrifaði undir uppsagnarpappír og hélt að það dygði. Nei ég þarf að borga fram í janúar 2012 og ég hef ekki stundað líkamsrækt þarna síðan í júlí 2011. Ég þarf að borga því að maðurinn laug að mér og ég asnaðist til að trúa honum.
Ég hafði enga ástæðu til að vantreysta honum svo ég skrifaði undir án þess að lesa fyrst. Þetta er tapaður peningur fyrir mig, peningur sem skiptir fyrirtækið sjálfsagt litlu, en skiptir mig miklu máli. Ég fæ þennan pening ekki til baka en ég er að vona að með þessari frásögn get ég varað aðra við, og komið í veg fyrir að aðrir geri sömu mistök og ég og vinkona mín. Svo mín skilaboð eru einföld: Ekki trúa orði sem þér er sagt þegar þú kynnir þér tilboðin hjá þeim, sittu frekar í klukkutíma eða lengur og lestu samninginn niður í minnsta letur. Það margborgar sig. Það er alltaf smáa letrið. Þau kjósa frekar að segja þér það sem best hljómar.

Kv. Verulega óánægður viðskiptavinur !

22 ummæli:

  1. Eina sem kemur út úr þessari sögu er eiginlega sama gamla sagan ... að maður á alltaf að lesa það sem maður skrifar undir.

    Og "vinalegi maðurinn" sem þú talar um ... það eru bara þín orð að hann sé að ljúga. Kannski er þú bara svona svakalega gleymin ... eða sjálf að ljúga.

    En hvort sem er ... þá er ábyrgðin á þessu klúðri 100% hjá þér ... sem sést best á því að þú gerir ekki neitt þegar þú færð fyrstu "óvæntu" rukkunina. Hélstu bara að málið myndi gufa upp? Síðan hvenær hafa svona mál gert það?

    Ekki gera ekki neitt ... þetta er ágætis áminning um það.

    SvaraEyða
  2. Ég keypti árskort í Baðhúsinu í haust og fékk allt annað og betra viðmót. Mjög greinargóð kynning á öllum áskriftarleiðum og útskýring á þessum þriggja mánaða uppsagnarfresti. Sögurnar eru líklega jafnólíkar og þær eru margar en ég hef ekkert nema gott af Baðhúsinu að segja þar sem starfsfólkið í móttökunni er alltaf mjög kurteist og fúst til að gefa upplýsingar. Tek það fram að ég hef engin tengsl við Baðhúsið nema sem ánægður viðskiptavinur.

    SvaraEyða
  3. Sé nú ekki alveg hvert okrið hér er. Það getur ekki kallast okur þótt þú mætir ekki í tíma sem þú borgar fyrir. Ég myndi nú annars bara drífa mig í tímana sem þú átt eftir.

    SvaraEyða
  4. Held að svona einhliða viðskipta'' skilmálar'' standist ekki lög. Talaðu við Neytendasamtökin.

    SvaraEyða
  5. Tala við Neytendasamtökun? Um hvað? Hún skrifaði undir samning þar sem kemur fram að uppsagnarfrestur er 3 mánuðir. Ekkert "einhliða" við það. Mikið getur fólk verið innilega ... (settu inn það orð sem þér finnst passa best).

    SvaraEyða
  6. Uss svona getur fólk nú verið misjafnt, þeir sem verja þetta fynnst mér nú ekki hafa það sem ég tel sem gott almennt siðferði.
    mér fynnst ótrúlega lúalegt að geta ekki treyst ORÐUM manns sem er að selja eða bjóða manni ákveðna þjónustu og þessi 3 mánaða uppsagnarfrestur sem er og virðist ganga hjá líkamsræktar stöðum er soldið fáránlegegur. Hún staðhæfir að maðurinn hafi gefið henni nákvæmlega þessa kynningu og í þessu máli sérstaklega þar sem hún hefur ekki nýtt sér þessa þjónustu né kemur til með að nýta sér hana næstu mánuði skil ég ekki hversvegna aðilarnir sem reka þessa stöð einfaldlega fella út að hún eigi að greiða þessa síðustu 3 mánuði, tæknin og gögnin sem þeir hafa sína að þessi kona hefur ekki nýtt sér þessa þjónustu sem þeir eru að rukka hana fyrir síðan hvað í jún 2011?

    þetta er bara fullkomið dæmi um ósiðlegt vinnusiðferði og að fólki fynnist þetta bara allt í læ af því undirritaður var samningur með földu smáaletri.

    þoli ekki svona skítleg og léleg vinnubrögð!
    kv
    Óli

    SvaraEyða
  7. Aðalatriðið er.. HVERS VEGNA ÞARF 3ja MÁNAÐAUPPSAGNARFREST?????
    Hvað er á bakvið það annað en að einmitt fá meira út úr þeim sem ætla að hætta. Það á að banna svona samninga.

    SvaraEyða
  8. Nei, aðaltriðið er: Hvers vegna er Okursíða Gunna notuð sem hefndar- og vælusíða af heimsku fólki sem skrifar undir samninga og verður svo alveg vitlaust þegar það þarf að standa við þá?

    SvaraEyða
  9. Það eru engar málefnalegar ástæður fyrir því að hafa einhliða uppsagnarfrest upp á 3 mánuði.

    SvaraEyða
  10. síðasti ræðumaður sem skrifaði hér inn 18.des 2011 kl 00:21.
    nr 1 þá er okursíða Gunna hér neytendasíða, síða fyrir fólk til að koma með kvartanir og ábendingar um Okur það er að segja of há verð eða lélega þjónustu eða annað sem kemur beint að neytendamálum. Rétt er að margir, oft fynnst mér alltof margir póstar vera sendir hingað inn sem eiga ekki hingað heima eða segja meira um þann sem skrifaði þá Bitur viðskiptavinur sem er með óraunhæfar kröfur á lífið osf...

    En að setja þennan póst undir hefndar og vælupakkan er ég fullkomlega ósammála þér um! Og fynnst þú vera með frekar brenglað viðhorf til þessa máls, þú allavega virðist vera fullkomlega ófær um að taka mannlega elementið í þessu máli inní pakkan. Má ég spyrja þig er þín skoðun kannski að bílalánin erlendu hafi verið tekin af heimsku fólki sem neitaði að standa við sitt? eða hvað fynnst þér t,d um húsnæðislánin sem allir hafa skrifað undir en upplifa svo fullkominn forsendubrest. hálvitar sem skrifuðu undir fynnst þér væntanlega, hálvitar fyrir að hafa treist þjónustu aðilanum sem hafði í sumum tilfellum þjónustað fjölskildu þína meira en hálft þitt líf í fjármálum...

    sjitt kominn útaf sporinu.

    En já þú ættir ekki að vera í þjónustu starfi eða koma nokkuð nálægt mannlegum skamskiptum ef þú getur ekki lesið mannlega þáttinn í þessu.
    Maður sem talaði við þær, Segir þeim að þetta renni sjálfkrafa út og þær einfaldlega trúa honum og treysta. Svo er hún hætt og hugsar að þetta er að renna út og ég er hætt í ræktinni ekkert mál, en síðan kemur þetta í ljós þegar hún skoðar málið að henni var einfaldlega sagt ósatt í ÖLLUM eðlilegum viðskiptum er þetta mál sem fyrirtækið ætti einfaldlega að fella út þar sem það var starfsmaður sem gaf þeim rangar upplýsingar auk þess að sjá að viðskiptavinurinn hefur ekki notað þjónustuna í nokkra mánuði né á eftir að nota þjónustuna aftur.

    Að krefja hana um að greiða upp frestinn kemur einfaldlega vondu orði á fyrirtækið allveg eins og það á að gera þegar þjónusta er léleg og þessi viðskiptavinur mun klárlega aldrei kaupa þjónustu frá þessu fyrirtæki aftur né nokkur sem hún þekkir.
    Ef þeir hefðu gert þetta á Réttan siðferðilegan máta hefðu þeir klárað þetta mál með því að Allavega sleppa því að rukka hana um þessa auka 3 mánuði, hún sátt , og að jafnvel hefði þessi viðskiptavinur komið aftur næst þegar hún fer í átak.
    kv Óli

    SvaraEyða
  11. Ég keypti mér eitt sinn 6 mánaða áskriftarkort í World Class og tók eftir því að á samningnum stóð að það þyrfti að segja áskriftinni upp með 6 mánaða fyrirvara. Þannig að ég sagði henni strax upp.

    Svo þegar þessir 6 mánuðir voru liðnir og ég farinn annað þá tók ég eftir því að þeir rukkuðu mig um sjöunda mánuðinn (var á Visakortinu mínu).

    Ég hringdi í þá og fékk þá að heyra að ég myndi þurfa að borga 6 mánaða uppsagnarfrestinn. Ég benti þeim á að ég hefði sagt áskriftinni upp um leið og ég tók hana. Í fyrstu ætluðu þeir að væna mig um þetta og neita endurgreiðslu en af því ég var með afrit af bæði samningnum og uppsögninni gátu þeir lítð sagt.

    Svo fór að þeir borguðu til baka með hundshaus og báðust ekki einu sinni afsökunar á að hafa rukkað mig um mánuð án nokkurrar heimildar. Hefði getað kært þá en nennti því ekki. Síðasta skipti samt sem ég steig mínum fæti í World Class.

    Lærdómur: Passið ykkur á þessum áskriftarsamningum við heilsuræktarstöðvar og ef þið skrifið undir einn slíkan, passið ykkur þá sérstaklega á að segja honum upp skriflega og geyma afritið.

    SvaraEyða
  12. vel gert síðasti nafnlaus :)

    SvaraEyða
  13. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég versla bara við Acticgym í Sundlaug Kópavogs og Salarlaug. Árskortið á 30 þúsund(endurnýjunarverð en þetta verð er mjög oft á tilboði eftir áramót og á haustin). Færð tíma með þjálfara og getur síðan alltaf pantað tíma hjá þjálfara til að breyta æfingaráætluninni eða fara bara yfir stöðuna og svo eru þeir með Spinning í Sundlaug Kópavogs þar sem mjög mikill hópandi og stemming hefur myndast og 70 mín tímarnir eru æði ;)


    Það besta er síðan að það er hægt að dreifa árskortinu á 12 mánuði með Visa/Euro ef vill og svo hefuru 30 daga eftir að tímabili líkur til að endurnýja á sama gamla verðinu og ekkert uppsagnarvesen eða neitt svoleiðis.

    Sem sé sund og rækt með Spinningtímum á frábæru verði og mjög notalegt og vinarlegt starfsfólki sem gott er að tala við.

    SvaraEyða
  14. Tek heilshugar undir með Óla @ 18. desember 2011 02:23
    Maður gæti haldið þetta væru lagatæknar sem pósta sumar athugasemdirnar hér. Skv þeim er í lagi að segja hvað sem er við kúnnann, engu máli skiptir þótt allt annað standi í samninginum. Viðhorfið virðist vera að mælt mál manna á milli sé bara til að fá undirskrift á pappír sem er svo í engu samhengi við það sem rætt var um.
    Já, neytendum á skerinu er hollast að vara sig, skrifið einfaldlega ekki undir neitt.
    Það virðist vera reglan frekar en hitt, ef neytandinn hefur skrifað undir eitthvað þá er stutt í innheimtulögfræðingana sem hika ekki við að gefa út reikninga sem er smurt vel á.
    Og eins og nafnlaus @ 18. desember 2011 05:25 bendir á, það virðist líka vera löglegt á skerinu að senda neytendum 100% tilhæfulausa reikninga.
    Það ætti að vera rannsóknarefni.

    SvaraEyða
  15. Mér þykir afar furðulegt að hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest í líkamsrækt. Hvað þarf líkamsræktarstöðin að gera á þessi tímabili? Stórfurðulegt alveg.

    SvaraEyða
  16. Þetta er með ólíkindum. Hvernig má það vera að viðskiptavinur líkamsræktarstöðvar geti skaðað fyrirtækið ef hann segir ekki upp samningi með 3ja mánaða fyrirvara?? - Greinilegt er að einhverjir eru að gera út á hrekklaust fólk.

    SvaraEyða
  17. Finnst að Baðhúsið eigi að biðast velvirðingar, draga kröfu til baka og endurskoða samninga við viðskiptavini.

    SvaraEyða
  18. Takk fyrir þessar upplýsingar. Konan mín var að tala um að sækja Baðhúsið. Læt hana vita af smáa letrinu.

    SvaraEyða
  19. Hef sömu reynslu að segja frá baðhúsinu. mun aldrei versla við það aftur.

    SvaraEyða
  20. ég held að þessir samningar séu ólöglegir af því þeir renna ekkert út, .þau segja bara að þeir renni út, en í rauninni ef þú segir ekki upp þá endurnýjast þeir bara stöðugt og fyrirtækið heldur áfram að rukka þig. Lenti í basli við þessar truntur líka.

    SvaraEyða
  21. Sama saga hér af Baðhúsinu.

    SvaraEyða
  22. Ég geri aldrei Ekki Neitt. Sem er Lýgi.

    SvaraEyða