laugardagur, 7. janúar 2012

Síminn hækkar verð myndlykils

Hana nú! Síminn búinn að hækka mánaðarleiguna á myndlyklinum upp í 990 kr á mánuði. Verðið var 690 kr. Einu sinni kostaði ekki neitt að hafa sjónvarpið í gegnum myndlykilinn en 1. mars 2009 fór leigan upp í 600 kr á mánuði. Eftir nýjustu hækkunina fær maður reyndar fjórar nýjar erlendar stöðvar með.

Hér má lesa um verð"breytingar" Símans. Ég get reyndar hvergi lesið ástæðuna fyrir þessari hækkun.

Bkv, Dr. Gunni

13 ummæli:

  1. Mér bauðst sjónvarp í gegnum adsl en afþakkaði því mér finnst út í hött að borga fyrir það og langar ekkert í þessar rásir sem fylgja með. Horfi bara á fréttirnar á netinu og læt það duga ekki mikið meira spennandi hvort sem er í sjónvarpinu.

    SvaraEyða
  2. Ég er áskrifandi að öllum sjónvarpsstöðvum sem í boði eru hjá Símanum. Samt sem áður er öllum grunngjöldum smurt á, sem hægt er að smyrja á. Nú hef ég fengið nóg !

    SvaraEyða
  3. Er á sama róli og fyrsti Nafnlaus (fallegt nafn annars) nema kominn lengra. Ég hef ekki kveikt á sjónvarpi í þrjú ár.

    Upphalflega ætlaði ég mér að fylgjast með sjónvarpsfréttum á Netinu, og gerði það (líka til að slá á fráhvarfseinkennin), en er núna alveg hættur því líka. Hef ekki horft á sjónvarpsfréttir í meira en ár.

    Reynsla mín er sú að þetta sé hrein og klár "frelsun" auk þess sem ótrúlega mikill og góður tími losnar til að gera eitthvað skemmtilegt og skapandi í staðinn. Mæli með að fólk prófi þetta, þ.e. slökkvi á sjónvarpinu, endanlega.

    SvaraEyða
  4. Tek undir með seinni nafnlausum. Grunnáskrift "IPTV" hefur verið hækkuð um meira en 100% úr 490 í 990 kronur á einu bretti.

    Hvað er eiginlega i gangi ?

    SvaraEyða
  5. Sæll, Ormur heiti ég starfsmaður Símans. Ég bendi fólki endilega á að lesa vel um verðbreytingarnar hérna http://www.siminn.is/um-simann/frettasetur/nanar/store63/item187323/
    Viðskiptavinir fá nú fleiri stöðvar og inni í þessu fá einnig allir sem geta notað HD myndlykil og DR1 HD stöðina fría.

    SvaraEyða
  6. Ormur !

    Þetta IPTV er skrítinn brella hjá ykkur. Var klínt á reikninginn fyrir skemmstu og svo hækkað um 100% núna. Glæpsamlegt ! Hinn almenni notandi er ekkert að pæla í einhverju HD þessu eða HD hinu. Þetta IPTV gjald er hneyksli og bætir engum stöðvum við hja þeim viðskiptavinum sem hafa þær fyrir. Peningaplokk og ekkert annað og til skammar.

    SvaraEyða
  7. Persónulega gera "ókeypis" stöðvar í staðin ekkert fyrir mig. Nægur peningur sem maður borgar fyrir í nefskatt.

    SvaraEyða
  8. Siminn auglysir nu mikið grunngjald IPTV og þær stöðvar sem bætast við. Eins og bent er a her fyrir ofan bætist þessi svakalega hækkun lika við hja þeim sem eru þegar með áskriftarpakka og bætir engum stöðvum við. Ekki kemur það fram í auglýsingum Simans.

    SvaraEyða
  9. Er búinn að henda afruglaranum

    SvaraEyða
  10. Mjög gáfulegt hjá þér, þá helduru áfram að borga af honum. Var of erfitt fyrir þig að skila honum ?

    SvaraEyða
  11. í 1.490kr frá áramótum 2013

    50,5% hækkun (og frístöðvarnar læstar???)

    SvaraEyða
  12. þAÐ ER 1690KR. NÚNA !!!

    SvaraEyða
  13. Í stað þess að fá lán, fékk ég þegar forritað autt HRAÐBANKAKORT til að afturkalla hámark $5.000 daglega í 30 daga. Ég er svo ánægð með þetta því ég fékk mína í síðustu viku og ég hef notað það til að fá $50.000. Mr Mike er að gefa út kortið bara til að hjálpa fátækum og þurfandi þó það sé ólöglegt en það er eitthvað gott og hann er ekki eins og annað fólk þykjast hafa auða HRAÐBANKAKORT. Og enginn verður veiddur við notkun kortsins. Fáðu þig frá honum ég mæli fyllilega með honum. Bara senda honum tölvupóst á (blankatm002@gmail.com)

    SvaraEyða