miðvikudagur, 22. júní 2011

Lúmskur laumupúkaháttur MS

Hafa menn tekið eftir því að smurostur frá MS er kominn í nýjar pakkningar, að sumu leyti flottari? Gallinn er bara sá að innihaldið í nýju umbúðunum er 200 gr. í stað 250 gr. í gömlu umbúðunum, en á sama verði, eða 25% dýrari en áður. Þetta er lúmskt bragð og engar skýringar gefna. Greinilega ætlast framleiðandi til þess að neytandi taki ekki eftir neinu, enda líklegt að forsendurnar fyrir hækkun séu á veikum grunni. Hefur mjólkurverð til bænda hækkað? Þetta var fyrir kjarasamninga, þannig að hærri launakostnaðar er ekki til að dreifa. Forvitnilegt væri að fá svör við þessum laumupúkahætti.

Kveðja,
Helgi Jóhannsson

5 ummæli:

  1. Sé enga ástæðu til að taka MS sérstaklega fyrir í þessu samhengi.
    Séð þetta gert nýverið í fiski, sælgæti og núna síðast brauðvörunni. Fannst kanilsnúðapakkinn eitthvað skrítinn og jújú, ætli snúðunum hafi ekki fækkað um ein 30%. Sama gamla góða verðið sko.

    SvaraEyða
  2. Hann tók eftir þessu hjá MS og því sjálfsagt hjá honum að benda á það þar

    það væri nær að þú nafngreindir eitthvað af þessum hlutum sem þú ælir útúr þér hér að ofan

    kv

    Hermann

    SvaraEyða
  3. Ms er ekki ein um svona svindl,þetta viðgengst
    víða.Alls konar fljótandi efni eru þynnt út og
    verða ódrýgði fyrir vikið,en verðið helst óbreytt.

    SvaraEyða
  4. Engin ástæða til að "taka MS sérstaklega fyrir"? Það er nú bara full ástæða til að nefna svona dæmi til að benda neytendum á þetta rugl. Maður er að borga sama verð fyrir minna magn.

    Fínt að fá svona ábendingar á þessa síðu. Það væri einmitt fínt að fólk myndi benda á fleiri svona dæmi. Ég er nú með eitt dæmi en það er súkkulaðistykkið "Eitt sett" sem snarminnkaði hér áður fyrr og ég minnist þess ekki að verðið hafi snarlækkað í samræmi við það.

    SvaraEyða
  5. Ég vil benda á að þetta er breyting úr 300g í 250g en ekki 250g yfir í 200g.

    Samt sama skerðing á magni

    SvaraEyða