Ég vil byrja á að þakka fyrir þessa síðu sem ég les öðru hvoru og vildi koma á framfæri upplifun sem ég átti í dag í Krónunni upp á Höfða.
Ég fór þangað með innkaupaseðil með ýmsum nauðsynjavörum og byrja í grænmetisdeildinni. Þar vantaði mig spínat og salat og við hliðina á mér stendur starfsmaður sem er að tína skemmd blöð af kálinu þannig að það líti vel út.
Þegar ég fer að skoða salatið sem ég hafði augastað á, sé ég að síðasti söludagur var 26. Janúar (Í dag er 29. Janúar). Shit happens og ég segi stráknum sem er að tína skemmda kálið af kálhausnum frá þessu. Hann yrðir ekki á mig eða segir neitt og byrjar strax að fjarlæga pokanna með salatinu. Allt í góðu.
Næstu vörur fara í innkaupakerruna og svo kemur að því kaupa Lasagna plötur. Þá er einn pakki eftir. Þegar ég skoða hann hefur einhver opnað hann og límt aftur. Það finnst mér ekki boðlegt söluvara.
Næst eru það mjólkuvörurnar og í framhaldi af því er það sinnep á pylsurnar. Ég finn sinnep og þar sem það er ekki mikið notað á mínu heimil, þá skoða ég dagsetningu sem var 26.11 eða 26.12. Ok dugar í næstum því ár. Nei, bíddu hægur. Þetta rann út 2011. Þessi ónýta vara er semsagt búinn að vera 1-2 mánuði upp í hillu í augnhæð án þess að starfsmenn verslunarinnar geri nokkuð í því.
Ég kalla til mín starfsstúlku Krónunnar sem er í nokkurra metra fjarlægð og bendi henni á að það sé vara þarna sem er kominn fram yfir síðasta söludag. Hennar viðbrögð voru að ganga í burt án þess að yrða á mig og láta sig hverfa. Kannski fór hún að ná í yfirmann sinn, ekki sagði hún neitt við mig.
Mér finnst þetta spaugileg upplifun en það er eitthvað veruleg mikið að í verslun sem býður upp á svona vörur og þesskonar þjónustu.
Ég myndi hvetja Jón Helga Guðmundsson eiganda Krónunnar til að labba þarna í gegn og skoða þetta því ef ég væri hann væri ég ekki sáttur við svona í minni verslun.
Ég skal líka gefa ókeypis ráð:
Það er að ef viðskiptavinur finnur vöru sem er kominn yfir síðasta söludag í versluninni þá ætti hann að fá 2 eintök af vörunni ókeypis (og að sjálfsögðu ekki ónýtar).
Ég er ekki að tala um einn salatpoka og eina dós af sinnepi. Það var heill rekki af salati og a.m.k. 10-15 sinnepsdollur of gamlar.
Og svo finnst mér lágmark að að starfsfólk yrði á mig. Í bæði skiptin talaði ég við fólkið með bros á vör. Meira að segja 8 ára strákurinn minn undraði sig á framkomu starfsmanna þegar ég talaði.
Kveðja,
Matthías
Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
sunnudagur, 29. janúar 2012
fimmtudagur, 19. janúar 2012
Laukur í Bónus
þriðjudagur, 10. janúar 2012
Ipad aukahlutur - 2 verð
http://iphone.is/products/7938-rover-app-controlled-spy-tank kostar 35.990 hjá iphone.is, en http://buy.is/product.php?id_product=9208600 24.990 hjá buy.is.
þetta er náttúrlega bara okur.
Óskar nafnleyndar
þetta er náttúrlega bara okur.
Óskar nafnleyndar
laugardagur, 7. janúar 2012
Síminn hækkar verð myndlykils
Hana nú! Síminn búinn að hækka mánaðarleiguna á myndlyklinum upp í 990 kr á mánuði. Verðið var 690 kr. Einu sinni kostaði ekki neitt að hafa sjónvarpið í gegnum myndlykilinn en 1. mars 2009 fór leigan upp í 600 kr á mánuði. Eftir nýjustu hækkunina fær maður reyndar fjórar nýjar erlendar stöðvar með.
Hér má lesa um verð"breytingar" Símans. Ég get reyndar hvergi lesið ástæðuna fyrir þessari hækkun.
Bkv, Dr. Gunni
Hér má lesa um verð"breytingar" Símans. Ég get reyndar hvergi lesið ástæðuna fyrir þessari hækkun.
Bkv, Dr. Gunni
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)