miðvikudagur, 6. apríl 2011

Hvernig netið getur hjálpað neytenda í vanda - Korkparket

Ég keypti korkparket hjá Þ. Þorgrímsyni í Ármúla og eftir 3 mánuði þá sá ég að eitthvað mikið var að. Allt lakk undir skrifstofustól var farið og gólfið rispað eins og 20 ára gömlu parketi. Þegar ég kvartaði þá vildu þeir ekkert gera annað en að láta mig fá fötu af lakki og ég átti að redda þessu sjálfur. Ég fór til útskurðarnefndar um neytendarmál hjá neytendarstofu og hún sendi fagmann til að meta parketið og síðan gerðu þeir þessa flottu skýrslu og allt mér í hag. Þ.Þorgrímson vildi ekkert gera eftir þetta og eftir umhugsun hvað ég ætti að gera, t.d að fá mér lögfræðing, þá datt mér þetta snallræði í hug og stofnaði heimasíðuna korkparket.is, þar sem þetta lén var laust og setti skýrsluna þar og smá texta með. Þar koma skýrt fram öll málsatvik.
Núna situr Þ.Þorgrímsson uppi með þessa síðu og þeir sérhæfa sig í að selja korkparket. Þessi síða verður þýdd á ensku og síðan send til framleiðandans svo hann sjái hverskonar umboðsmann hann er með.
Svona getur netið hjálpað manni.
Endilega lesið skýrsluna og sjáið hverskonar fyrirtæki Þ.Þorgrímsson er gagnvart neytendu.
Kv. Albert Sveinsson
ps. Síðan er ennþá í vinnslu en hún skilar sínu.

9 ummæli:

  1. Ekki þekki ég þig og ekki á ég korkparket en djöfull er þetta flott hjá þér.
    Þú átt skilið Thule
    kv. Lalli

    SvaraEyða
  2. Klárlega Thule eftir að hafa lesið þetta, þetta eru eins lélegvinnubrögð af hálfu Þ.Þorgrímsson og hægt er að vera, skýrslan er mjög skýr í þínum rétti í þessu máli og að þeir NEITI er í rauninni óafsakanlegt. ég sendi þessa síðu áfram á fecebook og hjálpa þér að dreifa orðinu, svona fyrirtæki eiga að missa viðskiptavini í hrönnum það virðist verða það eina sem svona fólk skilur!
    ég mun aldrei versla við þetta fyrirtæki.
    kv Óli Sig

    SvaraEyða
  3. sammála þessum tveimur hér að ofan, þetta er tær snilld hjá þér, þú kannt að markaðssetja hlutina :)
    Hey, hér er einn Thule og skelltu eins og einu góðu skoti ofan í þig í leiðinni ;)
    kv
    Ragga

    SvaraEyða
  4. Vel gert!

    Endilega bæta við Facebook-fítus, þá dreifist þetta mun hraðar. Sjá http://developers.facebook.com/docs/guides/web/

    SvaraEyða
  5. Vá hvað þetta er ömurlegt fyrirtæki! Vona að sem flestir sjái þetta. Ekkert smá gremjulegt að lesa um svona leiðindaatvik.

    SvaraEyða
  6. Það sem vantar helst inn á síðuna er athugasemdakerfi. Ég lenti í samskonar máli og gafst upp á að tala við þá.

    Andrés Æ

    SvaraEyða
  7. Vel gert og nauðsynlegt,ég fæ þessa grein að láni,birti uppruna og heimild og dreifi þessu áfram,gættu að því að setja inn lykilorð á síðuna fyrir leitarvélarnar.

    SvaraEyða