Eftir að hafa lesið um kostaboðið á bensíni hjá N1 fór ég að pæla í því að 1 lítri af bensíni kostar nokkurnveginn það sama og einn kaffibolli hjá þeim (sem kostar orðið 220 krónur). Kaffibollinn er nota bene ca 200 ml. Lítrinn af uppáhelltu kaffi kostar þannig hjá þeim u.þ.b. 1100 krónur. Og svo köllum við bensínverðið okur?!?
Held að verð á kaffibolla sé eitthvað svipað á hinum stöðvunum, ekki alveg með þær tölur nákvæmar samt.
En ég veit fyrir víst að N1 fær sitt kaffi á mjöööög lágu verði frá birgja (Kaffitár) og að þeir fá sérmerktu bollana + lok gratís með, sem auglýsingu og spons. Svo ekki liggur kostnaðurinn þar.
Þeir bjóða reyndar uppá svona "ársbolla-kort", sem lækkar verðið pr. bolla allverulega (lækkar stöðugt við hverja áfyllingu, en er að sjálfsögðu hreinn gróði fyrir N1 sé það lítið notað af viðkomandi, rétt eins og gamla sagan af árskortum líkamsræktarstöðvanna).
En samt...
Gestur
en munurinn er kannski þó að bensínið er nauðsinjavara en kaffið bara auka þjónusta sem þeir reyna að hafa tekjur úr... en klárlega dýrt kaffi!
SvaraEyðaSá sem verslar við N1 og styður þannig við óþverrann og Engeyjarættina, sá maður er hálfviti.
SvaraEyðaÞú segir fréttir Nafnlaus 2, á Engeyjarættin Aríon og Íslandsbanka?
SvaraEyðaBara drekka kaffi kvölds og morgna heima hjá sér og hella þá upp á almennilegt kaffi en ekki þetta drasl sem boðið er upp á í verslunum. Sá t.d. nú fyrir 2 vikum kaffipoka sem notaður var til að fylla á Kaffitársvél í ónefndri verslun og það kaffi var brennt í des 2010 eða gott ef það var ekki bara í nóvember sem getur ekki talist vera ferskt.
SvaraEyðaMikill munur á nýbrenndu og nýmöluðu kaffi hellt upp á gamla mátan eða í pressukönnu heldur en kaffi úr svona kaffivélum með gömlum uppþornuðum baunum.
Meira að segja þessar rándýru vélar sem mala kaffibaunir í hvern bolla er svo mikið vesen að halda hreinum(ekki hægt að þrífa kvörnina nema taka alla vélina í sundur) og svo er líftíminn í mesta lagi 8-10 ár ef maður heldur þeim við og hreinsar þær reglulega mjög vel. Fyrir utan að kaffi úr þeim er ekkert súper gott.
Vil byrja á því fyrir mína hönd og annarra viðskiptavina N1 að þakka Nafnlausum #2 hlý og fögur orð í okkar garð. Já við erum svo sannarlega hálfvitar að versla við þessa gangstera. En hvað annað er í boði? Fyrir marga á landsbyggðinni er ekkert val. Olíufélögin skipta með sér bæjum og þorpum hringinn kringum landið og neyðist fólk því til að versla við þann aðila sem er á viðkomandi stað. Hér á höfuðborgarsvæðinu höfum við reyndar val jú, en voru ekki öll stóru félögin þrjú fundin sek um samráð?
SvaraEyðaAnnars var pointið bara að benda á kaffiverðið hjá N1, og reyndar hjá öllum stöðvunum. Vissulega er þetta ekki nauðsynjavara eins og eldsneyti, en með þeim rökum er nákvæmlega Ekkert annað sem fæst á bensínstöðvunum nauðsyn, nema þá kannski klósettpappír.
Vildi bara benda á að verðið á uppáhelltu kaffi væri ca 1100 krónur, sem mér finnst vera algjört okur. Bæði eitt og sér og í samanburði við annað. Ef við gefum okkur að 500gr pakki af kaffibaunum kosti þá 400 krónur, og að úr hverjum pakka fáist ca 12 lítrar af kaffi, þá fá þeir 33 lítra af kaffi fyrir 1100 kallinn. 220 krónur pr 200ml bolli = 36.300 krónur fyrir 33 lítra. Ágæt álagning það.
Gleðilegt sumar
Gestur
12 lítrar af kaffi úr 500gr af baunum á 400kr ?
SvaraEyðaÍ fyrsta lagi fæ ég ekki nema 7-8 lítra af kaffi úr 500gr annað er bara piss.
Og í öðru lagi myndi ég frekar halda að þeir væru að nota kaffi sem kostar nær 1000 kallinum 500gr pakkinn séum við að tala um kaffitár og þá líklega Bógótabaunir sem þeir nota í vélunum sem eru á bensínstöðum og Nóatúni.