miðvikudagur, 13. apríl 2011

Ömurleg þjónusta Símans

Ég hef smá sögu að segja með viðskipti við Símann.
Flutti mig til þeirra í janúar byrjun og keypti ákveðna nettengingu hjá þeim sem kostar 6290 kr og er með 60 GB.
Síðan þegar maður fer yfir hana stoppar hún ekki og maður neyðist til að kaupa 10 GB í viðbót sem kosta 1600 kr og var mér ekki sagt frá þessu og kemur þetta aftan að manni og er ekki hægt að stoppa þetta af því þetta er bara svona.
Ömurleg þjónusta,
Þórhallur Matthíasson

11 ummæli:

  1. Ég persónulega vil hafa þetta svona og hugsa að margir séu sammála mér. Óþolandi að netið sé cappað eða stoppað þó að einn mánuðinn noti maður það meira en venjulega.

    Djöfulsins væl er þetta alltaf hreint.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus: þetta er spurning um að fólk hafi val um hvaða þjónustu það kaupir í staðinn fyrir að seljandinn rukki sjálfkrafa fyrir aukaþjónustu án þess að spyrja. Það gæti varla drepið neinn að þurfa að staðfesta aukamagnið áður en það er sett á reikninginn.

    SvaraEyða
  3. Ég er hjá Tali og ef maður nær hámarkinu (er með 60gb) hægist bara á Netinu en lokast ekki. Þetta er þannig fram að mánaðarmótum. Ef maður vill getur maður haft samband og keypt 10 gb auka (á eitthvað svipað og hjá símanum) og þá verður hraðinn eðlilegur aftur.
    Þetta hefur virkað vel fyrir mig.
    Nafnlaus eitt, það er bara sanngjarnt að maður sé ekki rukkaður fyrir þjónustu sem maður bað aldrei um (að því gefnu að þetta sé ekki að finna í samningnum). Einnig vil ég benda á að kurteisi kostar ekkert

    SvaraEyða
  4. áður en þeir tóku upp þennan 1600 kr þá var rukkað 2.5 kr pr mb. S.s 1 gb hefði þá kostað þig 2500 kr og hættu þessu væli :)
    Ég er sáttur við þennan díl. Fyrstu 10GB koma sjálfkrafa í viðbót en þú þarft held ég að biðja um næstu 10GB. En ef maður er að taka almennt meira en 60GB þá tekur maður bara næsta pakka fyrir ofan.
    Mér finnst þetta ekki eiga heima á okursíðunni. Finndu væl.is eða eitthvað.
    Á hverjum mánudagsmorgni fæ ég stöðuna á mínu DL

    SvaraEyða
  5. Síminn gefur viðskiptavinum sínum mjög gott yfirlit yfir það hvernig niðurhalið stendur. Þú veist að þú ert með 60gb og þitt að fylgjast með því hvenær þú ferð yfir.
    Mér finnst bara eðlilegt að rukkað sé sjálfkrafa fyrir næstu 10 gb.

    Þó ég sé ekki í viðskiptum sjálfur við símann þá finnst mér þetta nú soldið væl að kvarta yfir því að þurfa að borga aukalega fyrir næstu 10gb. Mjög auðvelt fyrir þig að fylgjast með niðurhalinu þínu.

    SvaraEyða
  6. Finnst þetta frekar dýrt hjá Símanum, er sjálfur með 80gig á 50mbit ljósi í báðar áttir fyrir 4.840 kr. hjá Voðafóni.
    Að sjálfsögðu er það fast gjald og lokað sjálfvirkt á erlent niðurhal. Engir aukareikningar og fín síða hjá þeim þar sem maður sér alltaf stöðuna. Að auki senda þeir aðvörun í email ef maður nálgast efri mörkin á mánaðarlegum kvóta.

    SvaraEyða
  7. Þó svo þú greiðir 4.840 kr á mánuði fyrir þessa tengingu hjá Vodafone þá ertu einnig að greiða 2.410 kr til Gagnaveitunnar til að geta yfirleitt verið ljósleiðaratengdur hjá Vodafone.

    Mér þykir þú ekki fara með rétt mál hvað varðar verðið.

    Heildarverð þinnar tengingar er 7.210 kr á mánuði.

    Síminn er að bjóða ljósnet 50 mb hraða og 120 gig í niðurhal á 7.190 kr og þá er ekki eftir að greiða nein gjöld til annara fyrirtækja.

    Hvað varðar upphafsinnleggið þá er ég mjög sáttur við þetta fyrirkomulag, það er mjög auðvelt að fylgjast með eigin notkun. Þú færð póst vikulega frá Símanum um stöðuna, getur fengið sms í símann þinn þegar 80% af gagnamagni er náð og einnig er hægt að fylgjast með notkun dag frá degi á þjónustuvef Símans.

    SvaraEyða
  8. 2.410 kr til Gagnaveitunnar tel ég ekki með vegna þess að aðrar þjónustur eru á sömu tenginu og að auki erum við nokkur sem greiðum hana. Aðrar þjónustur eru td. heimasímar, sjónvarp og fjölvarp, með og án áskriftar.
    Breytir engu um að Þórhallur er með fremur óhagkvæma tengingu miðað við það sem er í boði á markaðinum, Voðafónn eða Síminn.

    SvaraEyða
  9. það sem er ömurlegt að það sé yfir höfuð verið að borga fyrir erlend niðurhal,,,,,,

    ..það lýsir því í hvurslags fangelsi íslenskur almenningur er hér á þessu skeri.


    .....þetta þekkist ekki á byggðu bóli að það sé þak á internetnoktun......

    SvaraEyða
  10. Því miður er staðreyndin sú að við búum á eyju í miðju Atlantshafi og það þarf að borga fyrir sæstrengina til að fá gagnamagnið. Þetta er sorgleg staðreynd en staðreynd engu að síður sem mun örugglega ekki breytast í náinni framtíð:(

    SvaraEyða
  11. Þú getur líka fengið þér ALVÖRU ljósleiðara hjá Hringdu fyrir 6905.- krónur á mánuði. 100mbit í báðar áttir. Svo færðu 150 GB í erlent niðurhal.

    SvaraEyða