Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
Sýnir færslur með efnisorðinu smálán. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu smálán. Sýna allar færslur
þriðjudagur, 3. júlí 2012
Okurlán
Ég er nýbúinn að gera þau heimskulegu mistök að taka lán hjá einu
smálánafyrirtækjana. Þar sem ég átti ekki kost á að greiða upp lánið innan
tveggja mánaða þá var það sent í innheimtu. Höfuðstóllinn var upphaflega
50.000 krónur en skuldin er í dag 100.000 krónur með öllum kostnaði eða
100% álag á höfuðstól. Má þetta?
Skoðum aðeins hvernig þetta er reiknað. Sé tekið 10.000 króna lán sem er
algengasta upphæðin þá er reiknað með 1% vöxtum á dag og 600 króna
kostnaði. Hljómar býsna freistandi ekki satt? En bíðum nú við. Ef við
reiknum þetta á ársgrundvelli þá erum við að borga 1) höfuðstólinn 10.000
krónur 2) kostnað uppá 600 krónur og 3) 365 * 1% eða 365% vexti.
10.000 * 0,01 = 100 * 365 = 36.500 krónur. Að ári liðnu þá er ég að borga
47.100 krónur til baka. Ekki alveg jafn freistandi.
Skoðum annað dæmi.
Tökum 30.000 krónur að láni í eitt ár.
30.000 * 1% = 300 krónur í vexti á dag * 365 = 109.500 krónur BARA VEXTIR.
Samtals heildarendurgreiðsla 140.100 krónur.
Dágóð ávöxtunarleið fyrir þann sem rekur svona fyrirtæki.
Er svona löglegt?
Er virkilega ekkert hægt að gera til að banna svona starfsemi eða þá koma
skýrari böndum yfir hana til að takmarka hversu háa vexti má rukka?
Kv.
Tryggvi
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)