þriðjudagur, 3. júlí 2012

Okurlán


Ég er nýbúinn að gera þau heimskulegu mistök að taka lán hjá einu
smálánafyrirtækjana. Þar sem ég átti ekki kost á að greiða upp lánið innan
tveggja mánaða þá var það sent í innheimtu. Höfuðstóllinn var upphaflega
50.000 krónur en skuldin er í dag 100.000 krónur með öllum kostnaði eða
100% álag á höfuðstól. Má þetta?
Skoðum aðeins hvernig þetta er reiknað. Sé tekið 10.000 króna lán sem er
algengasta upphæðin þá er reiknað með 1% vöxtum á dag og 600 króna
kostnaði. Hljómar býsna freistandi ekki satt? En bíðum nú við. Ef við
reiknum þetta á ársgrundvelli þá erum við að borga 1) höfuðstólinn 10.000
krónur 2) kostnað uppá 600 krónur og 3) 365 * 1% eða 365% vexti.

10.000 * 0,01 = 100 * 365 = 36.500 krónur. Að ári liðnu þá er ég að borga
47.100 krónur til baka. Ekki alveg jafn freistandi.

Skoðum annað dæmi.
Tökum 30.000 krónur að láni í eitt ár.

30.000 * 1% = 300 krónur í vexti á dag * 365 = 109.500 krónur BARA VEXTIR.
Samtals heildarendurgreiðsla 140.100 krónur.

Dágóð ávöxtunarleið fyrir þann sem rekur svona fyrirtæki.
Er svona löglegt?
Er virkilega ekkert hægt að gera til að banna svona starfsemi eða þá koma
skýrari böndum yfir hana til að takmarka hversu háa vexti má rukka?

Kv.
Tryggvi

19 ummæli:

 1. Þú hefðir átt að leggjast í svona útreikninga ÁÐUR en þú tókst peningana að láni kannski?

  Villt hugmynd vissulega...en pældu í þessu næst!

  SvaraEyða
 2. Sæll nafnlaus #1#

  Ég var ekki að taka þetta lán að gamni mínu. Skyndilegar aðstæður komu upp sem þurfti að taka á strax. Ég átti ekki peninginn þannig að ég fór í bankann sem sagði nei. Hvað var annað í boði?

  VISSULEGA geri ég mér grein fyrir vöxtunum sem fylgja svona lánum. Ég er ekki fæddur í gær.

  Svona starfsemi á að banna með lögum og það á að banna þessum fyrirtækjum að styrkja viðburði eða mannfagnaði þar sem markaðssetningin beinist að ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í fjármálunum.

  Svona fyrirtæki vilja aðeins eitt. Nákvæmlega sama og þeir sem selja dópið. Fyrsti skammturinn er frír. Þegar þú ert kominn á bragðið þá tekuru meira og meira og meira og fyrr en varir ertu kominn í bullandi vítahring.

  Hver græðir? Ekki neytandinn heldur sá sem á og rekur fyrirtækið.

  Alþingi Íslendinga á að hafa vit á því að setja þessi heimskulegu deilumál til hliðar og taka á alvöru málum eins og að banna svona starfsemi.

  SvaraEyða
 3. Bíddu við og allt það, finnst auðvitað leitt að þú skulir lenda í þessu. En þetta sem þú lýsir er bara staðlað viðskiptamódel hér á skerinu.

  Færð tug þúsundir viðskiptavina á mánaðargreiðslur, skiptir ekki máli hvað það er, fjölmiðlar, fjarskipti, líkamsrækt, og svo býður þú út til feitrar lögmanna- og innheimtustofu alla innheimtu. Og þá meina ég alla innheimtu sem snýr að greiðslufalli þar sem vel er smurt. Það þarf ekki nema 1% mjólkurkúnna að lenda í þessu, gróðinn er alltaf vel feitur.

  Menn skyldu ekki gleyma að þeir kjósa helst bara lögfræðinga á þing. Síðan eru smíðuð lög sem eiga sér engann sinn líka á byggðu bóli hvað varðar innheimtu með feitum smurningi fyrir allar lögfræði- og innheimtustofurnar.

  Nóg af vel smurðu til hér á landi. Á ja.is má slá inn "innheimta" og til baka koma 29 lögmanna- og innheimtustofur. Þær voru 210 þann 7.maí, hér hafa menn haft hraðar hendur.
  Sjá comment 7. maí 2012 20:53 hér http://okursidan.blogspot.com/2012/05/viskiptavinur.html

  SvaraEyða
 4. Önnur tölfræði frá Google um Alþingi.
  Slæ inn í google.com

  lög um gjaldtöku vegna innheimtu site:althingi.is

  Til baka koma 7570 niðurstöður.

  SvaraEyða
 5. Nafnlaus #1 hérna aftur með spurningu til lántakandans ólánsama:

  Þú segir að það eigi að banna þetta með lögum þó þú sjálfur hafir verið í þeim aðstæðum að þú hafir séð þér þann kost vænstan að nýta þér þetta.

  Ef þú áttir engra aðra valkosti í þessum aðstæðum sem komu upp...hvað hefði orðið um þig án smálána?

  Og fyrst þú segist hafa vitað að hverju þú gekkst en samt tekið lánið, af hverju ertu þá fúll? Misreiknaðirðu þig og finnst það öðrum að kenna?

  Kveðja,
  Nafnlaus #1

  SvaraEyða
 6. Að taka svona "smálán" er heimskulegt, ekki bara vegna okurvaxta og okurkostnaðar heldur líka vegna þess að það þarf að borga þetta svo fljótt til baka. Ef þú getur það, þá er engin ástæða til að taka svona lán.

  En það líka "heimskulegt" að reykja, drekka áfengi, reka bifreið, fara í spilakassa, spila í lottói og taka neyslulán.

  SvaraEyða
 7. Nafnlaus #5

  Ég er ekki að kenna neinum um, ég er bara að benda á hve glæpsamlegir vextir eru á þessu láni. Ég sendi Jóni Stóra skilaboð á fésinu til að spyrja hann álits á þessum fyrirtækjum. Þegar Jón Stóri segir að þessir vextir séu glæpsamlega háir þá eru þeir glæpsamlega háir.

  Hann segist rukka 400 prósent ársvexti þ.e þú tekur 10.000 krónur að láni hjá honum á mánudegi en borgar honum 40.000 krónur til baka 2 vikum síðar :-). Menn verða að græða.

  SvaraEyða
 8. Mér finnst býsna skrýtið að kalla þetta glæpsamlegt þegar það er gjörsamlega augljóst að:

  Þetta eru lán á slæmum kjörum, það er ekki verið að svíkja mann á smáa letrinu
  Þessi kjör eru aðeins slæm ef þú setur þau í þetta árssamhengi. Það er ekki hægt að leggja þetta upp eins og þú gerir, með því að greiða ekki á eindaga ertu að brjóta skilmálana sem þú gerðir við þá, að borga innan tveggja mánaða. Þú ert einnig að reyna að bera hlutfallslegu prósentuna við langtímabankalán þar sem er verið að lána miklu miklu hærri upphæðir. Það væri aldrei hægt að græða á því að lána einhverja 10000 kalla með nokkurra prósentu ársvöxtum, nema þú gætir lánað öllum jarðarbúum og að innheimta væri auðveld.

  Það að þú viljir banna þessa þjónustu til þess að enginn geti nýtt sér hana bara vegna þess að þú taldir þig þurfa að nýta þér hana, svo gekk það ekki eftir eins og þú ætlaðir, er gjörsamlega fáránlegt. Nákvæmlega eins og þú sagðir þá vissir þú hvað þú varst að samþykkja, taldir að það hentaði þér og að þú hefðir enga betri lausn og svo braustu skilmálana. Ef þessi lausn væri bönnuð gæti hún engum gagnast, ekki einu sinni þeim sem borga svo á réttum tíma og brjóta ekki skilmálana.

  Auk þess er ég frekar viss um að þú getir ekki reiknað vextina línulega heldur með vísisvexti sem vex miklu miklu hraðar.
  Til þess að auðvelda reikninginn skulum við tala um vextina 1.01 í stað 1%.
  Eftir 1 dag eru vextirnir orðnir 1.01, þ.e. 1% aukning. Ef höfuðstóllinn sem vextirnir reiknast á eru 100 kr (til einföldunar, upphæðin skiptir ekki máli nema hlutfallslega) er þá greiðslan með vöxtum 101kr. Eftir dag 2 eru vextirnir orðnir 1.01*1.01 þ.e. 1.01^2 (í öðru veldi) sem er ekki 1.02 heldur 1.0201. Heildarsumman verður því 102.01 kr, sem er ekki 102 kr eins og með línulegum vexti eins og þú gerðir ráð fyrir, heldur 0.01 kr meira. Þetta er ekki mikil aukning þegar við höfum bara tekið 2 daga, en bíddu nú.
  Á degi 3 eru þetta 1.01^3 = 1.030301 sem gerir heildina 103.0301kr.

  Á degi 10 eru þetta 1.01^10~1.104622125, þ.a. munurinn er enn þá bara 0.0046.... en þetta mun enn vaxa.

  Á degi 100 eru þetta 1.01^100~2.705 Búmm, nú er þetta orðið 2.7falt, það er aðeins meira en 2falt...

  Eftir ár, þ.e. á degi 365 er skuldin hlutfallslega 1.01^365~37.73, sem er rúmlega en 10 sinnum meira en línulega leiðin gæfi, sem er 3.65 földun, svo þetta er talsvert meira en 365% ársvextir

  SvaraEyða
 9. Ekki smálán heldur smárán.

  SvaraEyða
 10. Það er bara stórmerkilegt að svona viðbjóðslán skulu vera leyfileg árið 2012.

  SvaraEyða
 11. "Skoðum aðeins hvernig þetta er reiknað. Sé tekið 10.000 króna lán sem er
  algengasta upphæðin þá er reiknað með 1% vöxtum á dag og 600 króna
  kostnaði. Hljómar býsna freistandi ekki satt?"

  Nei? Hljómar eins illa og hægt er...

  SvaraEyða
 12. Asnar sem taka svona lán eru bara Asnar og þurfa að borga,hello hvar var heilinn á þer vinur.Mundu einginn gefur þér neitt,og þú þarft alltaf að borga 2 sinnum,Vaknaðu.

  SvaraEyða
 13. Halló,
  við getum gefið þér lán fyrir þörf: Bílar, sjúkrakostnaðar, að hefja rekstur, verkefni tilboð, húsnæði, borga leigu og fleira. við gefum þér á lágu vöxtum sem auðvelt er að stjórna. Öll lán eru unnin á tveimur dögum hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst: lender.services@yahoo.com

  SvaraEyða
 14. Sækja um fljótlegt og þægilegt lán til að borga reikninga og til að hefja nýjan fjármögnun verkefnum þínum á ódýrustu vexti 2%. Hafðu samband við okkur í dag með: elijahloanfirm@outlook.com með lánsfjárhæð sem þarf vegna þess að lágmarkslánið okkar er 1,000.00 að einhverju vali lánsfjárhæð.

  SvaraEyða
 15. Sækja um fljótlegt og þægilegt lán til að borga reikninga og til að hefja nýjan fjármögnun verkefnum þínum á ódýrustu vexti 2%. Hafðu samband við okkur í dag með: elijahloanfirm@outlook.com með lánsfjárhæð sem þarf vegna þess að lágmarkslánið okkar er 1,000.00 að einhverju vali lánsfjárhæð.

  SvaraEyða
 16. Halló
  Þetta er að upplýsa almenning um að rómversk-kaþólskur kristinn stofnun hafi opnað fjárhagslegt tækifæri til að hjálpa fólki í hjálparsviðum, svo sem fjárhagsaðstoð. Svo ef þú ert að fara í gegnum fjárhagserfiðleika eða þú ert í einhverjum fjárhagslegum vandamálum og þú þarft fjármagn til að hefja eigin fyrirtæki þitt eða þú verður að borga reikningana þína með langan og skammtímalengd að eigin vali með lágu vexti á 2% á hverja ógildingu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hafðu samband við okkur í dag með tölvupóstfangi: (romancatholic19@gmail.com) Biblían segir (Lúkas 11:10) Fyrir alla sem spyrja fær; Sá sem leitar finnur; og sá sem bankar, verður dyrnar opnaður. Svo sakna ekki þetta tækifæri vegna þess að Jesús er sá sami í gær, í dag og að eilífu. Vinsamlegast þetta er fyrir alvarlega hugarfar og Guð óttast fólk. Fáðu góða kveðju frá rómversk-kaþólsku kristnu stofnuninni. Hafðu samband við okkur í dag í gegnum þennan tölvupóst: (romancatholic19@gmail.com)

  SvaraEyða
 17. Ertu viðskiptamaður eða kona? Þarftu fjármagn til að hefja eigin fyrirtæki þitt? Þarftu lán til að greiða niður skuldir þínar eða borga reikningana þína eða hefja gott fyrirtæki? Þarftu fjármagn til að fjármagna verkefnið þitt? E-mail: (trustfunds804@outlook.com) Við bjóðum upp á tryggð lánveitingar af einhverri upphæð og til einhvers hluta heimsins fyrir (einstaklinga, fyrirtæki, fasteignasala og fyrirtækja) með frábærum vöxtum okkar um 3%. Fyrir umsókn og frekari upplýsingar skaltu senda svör við eftirfarandi netfangi: {trustfunds804@outlook.com}

  SvaraEyða
 18. "Ég gat ekki efni á húsinu mínu, en ég vildi ekki virkilega selja. Mig langaði til að halda fjölskyldunni heima og með stuðningi ATL gat ég haldið heimili mínu og gat tryggt konu mína og líf mitt . " raunverulegt val til að mæla með whatsapp +14433459339 eða atlasloanfirm@outlook.com

  SvaraEyða
 19. Halló

  Þarftu lán? Við bjóðum upp á lán með 2% vexti, hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar (adribay0008@gmail.com)

  SvaraEyða