laugardagur, 14. júlí 2012

Stöð 2 - enginn les smáa letrið


Ég var að hringja í Stöð 2 í dag (13. júlí) til að segja upp sjónvarpsáskriftinni minni. Fékk þá að vita að ég þarf að borga, ekki bara fyrir allan júlímánuð, heldur einnig fyrir allan ágústmánuð. Ég þarf sem sagt að borga næstum tvo mánuði af sjónvarpsáskrift sem ég hef engin not fyrir, þar sem ég er fluttur í annað húsnæði og kominn með áskrift hjá Símanum. Mér var sagt að þetta væri svona í notendaskilmálum sem ég hafi samþykkt og það má vel vera, en það breytir því ekki að þetta hljóta að vera mjög óeðlilegir viðskiptahættir og þörf að vekja athygli á þessu. Svo les auðvitað enginn smáa letrið spjaldanna á milli - það vita það allir.

Pétur Jónasson

7 ummæli:

  1. Kannski lest þú ekki smáa letrið, en þegar kemur að áskriftum og fleiru með smáu letri myndi ég halda að flestir lesi smáa letrið vel... Sérstaklega klausurnar um uppsögn! En þetta er samt ömurlegur uppsagnarfrestur og enn ein ástæðan til að kaupa ekki áskrift að þessari stöð.

    SvaraEyða
  2. Mikið þykir mér vælt út af litlu. Heill mánuður í uppsagnarfrest! Ekki myndi ég vilja ráða þessa tvo hér að ofan í vinnu ef þeim finnst einn mánuður langur uppsagnarfrestur...

    SvaraEyða
  3. Langbest varðandi Stöð 2 að gefa ekki kreditkortanúmerið heldur hafa þetta í netbankanum. Þá borgar maður bara þegar manni hentar.

    SvaraEyða
  4. 7306x12=87672

    Það er nú margt skemmtilegra hægt að gera við peninginn en að kaupa aðgang að þunnu okursjónvarpsefni.

    SvaraEyða
  5. mikið rosalega eru íslendigar duglegir við að væla , getur sjálfur um þér kennt að hafa ekki lesið notendaskilmálana

    SvaraEyða
  6. Það er engu að síður fáránlegt að greiða fyrir þessa tæpu tvo mánuði sem hann var ekki einu sinni tengdur. Finnst bara virkilega gott að einhver nenni að "væla" yfir þessum hlutum til þess að vekja athygli á þeim. Maður skilur ekki alveg hvað þú, herra nafnlaus hér að ofan, ert að gera á síðu sem þessari ef þú höndlar ekki "væl" þar sem þessi síða beisikklí gengur út á það að tuða, og benda á lélega þjónusu og okur. Já og "væla" eins og þú vilt orða það.
    Það er mjög fínt fyrir þá sem lesa ekki skilmálana í smáa letrinu (rétt eins og lang flestir) að sjá t.d. þennan póst hér á okursíðunni og geta þá sagt áskriftinni upp fyrr.

    SvaraEyða
  7. "Mikið þykir mér vælt út af litlu. Heill mánuður í uppsagnarfrest! Ekki myndi ég vilja ráða þessa tvo hér að ofan í vinnu ef þeim finnst einn mánuður langur uppsagnarfrestur..."

    Við erum ekki í vinnu hjá þessum fyrirtækjum, við erum ekki að
    þjónusta þau heldur eru þau að þjónusta okkur. Hér er þjónustunni snúið við sem kemur út á nákvæmlega enga þjónustulund og ekkert tillit whatsoever er tekið til neytandans. Þetta er orðið svo lélegt að digital rásirnar eru
    sendar út í 3Mbits per sec í staðin fyrir 5 eins og það á af
    vera með tilheyrandi ofþjöppun á mynd. Kannski er það bara allt
    í lagi líka? Þetta nær ekki nokkuri átt.


    SvaraEyða