sunnudagur, 8. apríl 2012

Skóbúðin Focus

Ég ákvað að kaupa skópar handa kærustunni minni í afmælisgjöf og fór með henni í Smáralindina þar sem að við enduðum í skóbúðinni Focus. Þar sá hún leðurskó sem að henni leist vel á þannig að ég keypti þá handa henni.
Skórnir kostuðu 16.995 kr og voru víst alvöru leður og henni þótti þeir mjög flottir. Allavega þá förum við úr búðinni og yfir í aðra búð þar sem að við hittum vinkonu okkar og kærastan mín tekur skóna úr kassanum til að sýna henni, nema hvað að þá skoðum við þá betur og kemur í ljós að þeir eru gallaðir (byrjað að rakna upp einn saumurinn á öðrum skónum) þannig að við förum yfir í Focus aftur og látum vita af þessu og fengum annað par. Við vorum aðeins of fljót á okkur að skoða þá ekki líka gaumgæfilega vegna þess að þegar að við vorum komin út í bíl og lögð af stað heim þá sáum við að þeir voru líka gallaðir (bæði rennilásinn á öðrum skónum búinn að rakna upp og lausir saumar á báðum skónum) en þá var klukkan orðin of margt þannig að við þurftum að skila þeim næsta laugardag (páskafrí þarna inn á milli og allt lokað). Allt í lagi, við förum næsta laugardag í búðina og látum vita að þetta sé annað skóparið sem að við fáum sem að er gallað þannig að við viljum helst bara fá endurgreiðslu (fyrst að þetta er frágangurinn á skónum þarna þá kærum við okkur ekki um að eyða tæplega 17 þús kalli þarna í vöru sem að er gölluð) en okkur er neitað um endurgreiðslu. Eftir smá þræting og að hafa fengið svörin "ég sem ekki reglurnar" og "ég get sent þá til skósmiðs en þá koma þeir ekki aftur fyrr en einhvern tímann í næstu viku" frá starfskonunni (auk þess bauð hún okkur að fá aftur gallaða parið sem að við skiluðum fyrst, sem gefur að skilja að þá séu þeir að setja aftur gallaðar vörur í sölu) þá gátum við fengið inneignarnótu frá NTC búðunum (Companys, Deres, EVA, Focus, Gallerí Sautján, GS skór, Karakter, Kultur, Kultur menn, smash, Sparkz, Urban), fyrst að það var eina mögulega lausnin þarna þá urðum við að sætta okkur við það þó svo að fyrir mitt leyti þá vil ég ekki versla við þetta batterí fyrst að þeir neita endurgreiðslu þrátt fyrir að maður sé með kassakvittun, posastrimil og að hafa fengið í tvígang gallaða vöru. Allavega þá er það á hreinu að ég versla ekki aftur við Focus þegar að ég kaupi skó handa kærustunni.
Dabbi V

4 ummæli:

  1. Alveg er það með eindæmum merkilegt hvað íslenskir neytendur ætla að láta endalaust taka sig í rassgatið. Þetta "inneignanótudæmi" er séríslenskt hugtak og þekkist hvergi í heiminum. Ef þú kaupir vöru í evrópu eða USA og ert ekki ánægður með hana þá áttu að geta skilað henni og fengið peninginn til baka no questions asked.

    Hérlendis er sú hefð að ef maður fær eitthvað í gjöf t.d eða kaupir eitthvað sem manni líkar ekki við þá neyðist maður til að taka við inneignamiða því endurgreiðsla er ekki boði.

    Hagsmunir verslunarinnar og verslunareigandans vega meira en hagsmunir neytandans.

    Hvenær ætli þetta breytist?

    SvaraEyða
  2. Fékk rétt í þessu símtal frá Focus skóbúðinni og þetta voru víst mistök af hálfu starfsmanns þannig að ég fæ þetta endurgreitt ásamt afsökunarbeiðni. Það er allavega jákvætt skref í rétta átt fyrir skóbúðina Focus.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus oft er gott að anda aðeins. Vissulega getur þetta inneignarnótudæmi oft verið pirrandi, en að halda því fram að þetta sé séríslenskt hugtak og þekkist hvergi í heiminum er fásinna. Þetta er velþekkt bæði í Evrópu og USA, þó líklega séu oftar veitta endurgreiðslur en hér á landi. sjá hér http://en.wikipedia.org/wiki/Returning.
    Einnig þekkist erlendis að kaupandinn sé rukkaður um "restocking fee" við það að skila, þ.e. virði vörunnar minnkar við að skila henni.
    Auðvitað væri best að leggja inneignarnótur af en oft er líka gott að anda aðeins áður en svona vafasömum fullyrðingum er skellt fram.

    SvaraEyða
  4. Halló,

    Við erum með löggildingu til að bjóða upp á eftirfarandi lánategundir eða hvers konar fjármögnun: Einkalán? Viðskiptalán? Skuldasamþjöppunarlán? Bæta heimilið þitt? Fjárfestingarlán? Inneign í boði? Einkalán? Viðskiptalán? Samsett lán? Samstæðulán? Ef þú hefur áhuga, hafðu samband við okkur: (richardcosmos5@gmail.com)

    Brýnt lánstilboð.

    SvaraEyða