miðvikudagur, 11. apríl 2012

Okur í Hlíðarfjalli

Ég fór á skíði á Akureyri um páskana og þar er hægt að kaupa svartan ruslapoka sem búið er að klippa úr fyrir hendur og höfuð sem maður getur klætt sig í þegar það fer að rigna.

Þarna var hægt að kaupa 1 stk. svartann ruslapoka á 150 kr.
Á rúllunni eru 50 stk. af pokum.
Út í búð er hægt að kaupa svona rúllu með 50 pokum á ca. 3300 kr. sem þíðir að pokinn er á 66 kr. (eflaust ódýrara ef þeir fá afslátt)

Hlíðarfjall kaupir semsagt pokann á 66 kr. en selur hann svo áfram á 150 kr.



Kveðja,
Ein á skíðum

8 ummæli:

  1. Iss þetta er bara sanngjörn álagning, finnst mér. Svo er búið að klippa í pokann og allt.

    SvaraEyða
  2. 250kr væri sanngjarnt verð fyrir pokann.

    SvaraEyða
  3. Án þess að kasta rýrð á upplifun þess sem skrifar umrædda kvörtun vil ég benda á að ólíkt því sem er í Reykjarvík þá er ekki nema 5 mínútna skrepp í næstu búð á Akureyri. Hægt er að velja um tvær "klukkubúðir", 10-11 í Kaupvangi og Samkaup við Tröllagil. Einnig er hægt að skreppa í Bónus sem er staðsett í Naustahverfinu um 300 metra vestan við kirkjugarðinn og hesthúsagilið.

    SvaraEyða
  4. Þetta er alveg fáránleg athugasemd.

    Þetta er bara mjög sanngjarnt verð hjá þeim. Þetta er náttúrulega vinna fyrir þá. Þetta er greiðasemi, ekki gróðraskyn.

    SvaraEyða
  5. Vá! Bara Vá! Þetta er ein sú al lélegasta og aumasta ''Kvörtun'' sem ég hef séð á þessari síðu!

    SvaraEyða
  6. nota bene, þú þarft að kaupa alla rúlluna fyrir 1 poka, magnið tryggir betra verð. tel þetta ekki ósanngjarnt stk verð hjá þeim.

    SvaraEyða
  7. Frábær þjónusta og nánast gefins. Þarna er slit á skærum, rífa þarf pokann frá rúllunni, halda lager og brosa þegar nöldrarar eins og þú mæta á svæðið. :)

    SvaraEyða
  8. Íslensk hönnun hefur alltaf kostað sitt :)

    SvaraEyða