Sýnir færslur með efnisorðinu blýpenni. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu blýpenni. Sýna allar færslur

mánudagur, 1. febrúar 2010

Eymundsson dýrir

Ég var búin að tína blýpennanum mínum, þessum eina sanna. Þannig að þegar ég fór á Akranes á föstudaginn síðasta ákvað ég að kaupa mér nýjan, fór í Eymundsson og keypti eitt stykki á 580 krónur, sem mér finnst nú frekar mikið. Á laugardaginn átti ég svo erindi í Hagkaup og rak augun í alveg eins blýpenna og hann kostaði 152 krónur! Ef þetta er ekki okur þá veit ég ekki hvað þetta er.
Sigurbjörg Kristmundsdóttir