Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
sunnudagur, 15. apríl 2012
Ég er REIÐ! Svindl á neytendum
Hér má lesa mikla og ítarlega úttekt Þórhildar Löve á kjúklingalærum sem hún keypti í Fjarðarkaupum. Titillinn greinar Þórhildar segir sitthvað um innihaldið: Ég er REIÐ! Svindl á neytendum.
miðvikudagur, 11. apríl 2012
Okur í Hlíðarfjalli
Ég fór á skíði á Akureyri um páskana og þar er hægt að kaupa svartan ruslapoka sem búið er að klippa úr fyrir hendur og höfuð sem maður getur klætt sig í þegar það fer að rigna.
Þarna var hægt að kaupa 1 stk. svartann ruslapoka á 150 kr.
Á rúllunni eru 50 stk. af pokum.
Út í búð er hægt að kaupa svona rúllu með 50 pokum á ca. 3300 kr. sem þíðir að pokinn er á 66 kr. (eflaust ódýrara ef þeir fá afslátt)
Hlíðarfjall kaupir semsagt pokann á 66 kr. en selur hann svo áfram á 150 kr.
Kveðja,
Ein á skíðum
Þarna var hægt að kaupa 1 stk. svartann ruslapoka á 150 kr.
Á rúllunni eru 50 stk. af pokum.
Út í búð er hægt að kaupa svona rúllu með 50 pokum á ca. 3300 kr. sem þíðir að pokinn er á 66 kr. (eflaust ódýrara ef þeir fá afslátt)
Hlíðarfjall kaupir semsagt pokann á 66 kr. en selur hann svo áfram á 150 kr.
Kveðja,
Ein á skíðum
sunnudagur, 8. apríl 2012
Skóbúðin Focus
Ég ákvað að kaupa skópar handa kærustunni minni í afmælisgjöf og fór með henni í Smáralindina þar sem að við enduðum í skóbúðinni Focus. Þar sá hún leðurskó sem að henni leist vel á þannig að ég keypti þá handa henni.
Skórnir kostuðu 16.995 kr og voru víst alvöru leður og henni þótti þeir mjög flottir. Allavega þá förum við úr búðinni og yfir í aðra búð þar sem að við hittum vinkonu okkar og kærastan mín tekur skóna úr kassanum til að sýna henni, nema hvað að þá skoðum við þá betur og kemur í ljós að þeir eru gallaðir (byrjað að rakna upp einn saumurinn á öðrum skónum) þannig að við förum yfir í Focus aftur og látum vita af þessu og fengum annað par. Við vorum aðeins of fljót á okkur að skoða þá ekki líka gaumgæfilega vegna þess að þegar að við vorum komin út í bíl og lögð af stað heim þá sáum við að þeir voru líka gallaðir (bæði rennilásinn á öðrum skónum búinn að rakna upp og lausir saumar á báðum skónum) en þá var klukkan orðin of margt þannig að við þurftum að skila þeim næsta laugardag (páskafrí þarna inn á milli og allt lokað). Allt í lagi, við förum næsta laugardag í búðina og látum vita að þetta sé annað skóparið sem að við fáum sem að er gallað þannig að við viljum helst bara fá endurgreiðslu (fyrst að þetta er frágangurinn á skónum þarna þá kærum við okkur ekki um að eyða tæplega 17 þús kalli þarna í vöru sem að er gölluð) en okkur er neitað um endurgreiðslu. Eftir smá þræting og að hafa fengið svörin "ég sem ekki reglurnar" og "ég get sent þá til skósmiðs en þá koma þeir ekki aftur fyrr en einhvern tímann í næstu viku" frá starfskonunni (auk þess bauð hún okkur að fá aftur gallaða parið sem að við skiluðum fyrst, sem gefur að skilja að þá séu þeir að setja aftur gallaðar vörur í sölu) þá gátum við fengið inneignarnótu frá NTC búðunum (Companys, Deres, EVA, Focus, Gallerí Sautján, GS skór, Karakter, Kultur, Kultur menn, smash, Sparkz, Urban), fyrst að það var eina mögulega lausnin þarna þá urðum við að sætta okkur við það þó svo að fyrir mitt leyti þá vil ég ekki versla við þetta batterí fyrst að þeir neita endurgreiðslu þrátt fyrir að maður sé með kassakvittun, posastrimil og að hafa fengið í tvígang gallaða vöru. Allavega þá er það á hreinu að ég versla ekki aftur við Focus þegar að ég kaupi skó handa kærustunni.
Dabbi V
Skórnir kostuðu 16.995 kr og voru víst alvöru leður og henni þótti þeir mjög flottir. Allavega þá förum við úr búðinni og yfir í aðra búð þar sem að við hittum vinkonu okkar og kærastan mín tekur skóna úr kassanum til að sýna henni, nema hvað að þá skoðum við þá betur og kemur í ljós að þeir eru gallaðir (byrjað að rakna upp einn saumurinn á öðrum skónum) þannig að við förum yfir í Focus aftur og látum vita af þessu og fengum annað par. Við vorum aðeins of fljót á okkur að skoða þá ekki líka gaumgæfilega vegna þess að þegar að við vorum komin út í bíl og lögð af stað heim þá sáum við að þeir voru líka gallaðir (bæði rennilásinn á öðrum skónum búinn að rakna upp og lausir saumar á báðum skónum) en þá var klukkan orðin of margt þannig að við þurftum að skila þeim næsta laugardag (páskafrí þarna inn á milli og allt lokað). Allt í lagi, við förum næsta laugardag í búðina og látum vita að þetta sé annað skóparið sem að við fáum sem að er gallað þannig að við viljum helst bara fá endurgreiðslu (fyrst að þetta er frágangurinn á skónum þarna þá kærum við okkur ekki um að eyða tæplega 17 þús kalli þarna í vöru sem að er gölluð) en okkur er neitað um endurgreiðslu. Eftir smá þræting og að hafa fengið svörin "ég sem ekki reglurnar" og "ég get sent þá til skósmiðs en þá koma þeir ekki aftur fyrr en einhvern tímann í næstu viku" frá starfskonunni (auk þess bauð hún okkur að fá aftur gallaða parið sem að við skiluðum fyrst, sem gefur að skilja að þá séu þeir að setja aftur gallaðar vörur í sölu) þá gátum við fengið inneignarnótu frá NTC búðunum (Companys, Deres, EVA, Focus, Gallerí Sautján, GS skór, Karakter, Kultur, Kultur menn, smash, Sparkz, Urban), fyrst að það var eina mögulega lausnin þarna þá urðum við að sætta okkur við það þó svo að fyrir mitt leyti þá vil ég ekki versla við þetta batterí fyrst að þeir neita endurgreiðslu þrátt fyrir að maður sé með kassakvittun, posastrimil og að hafa fengið í tvígang gallaða vöru. Allavega þá er það á hreinu að ég versla ekki aftur við Focus þegar að ég kaupi skó handa kærustunni.
Dabbi V
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)