sunnudagur, 9. september 2012

Okursíðan aflögð


Hin áður gríðarvinsæla Okursíða hefur verið aflögð. Ég nenni ekki lengur að halda henni úti. Þetta byrjaði í flippi árið 2007 eftir að okrað hefði verið á mér á lítilli kók  á kínverskum veitingastað í Naustinu. Þetta var svona hugmynd sem einhvern veginn lá í augum uppi og allir kveiktu á. Þetta vakti mikla athygli og allt í einu var ég orðinn einhver svaka neytendagúrú. Fór að skrifa um þessi mál í Fréttablaðið og síðar Fréttatímann og fékk neytendaverðlaunin 2008, sem var eitthvað flipp í Björgvini Gé og hefur ekki verið endurtekið svo ég viti.
Svo missti ég neytendakúlið með selláti í Iceland Express auglýsingu. Var úthúðað sem útrásarvíkingahóra og borgaði niður yfirdráttarheimildina.
Síðasta árið eða svo var Okursíðan helvíti slöpp, fáir sendu inn dæmi og ég nennti þessu minna og minna. Ákvað svo bara að slá þetta af. Auðvitað ættu Neytendasamtökin eða DV eða einhver að vera með svona dæmi hjá sér, en hér eru allavega einhverjir sem hyggjast “taka við kyndlinum” – NÝ OKURSÍÐA Á FACEBOOK.
Takk fyrir og lifi byltingin! Eða ekki.

Dr. Gunni